fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sér eftir því að hafa sagt Kolbeini að fokka sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 09:14

Samsett mynd; Vefur Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var rangt af mér að ýja að því að hann ætti að fokka sér. Þrátt fyrir að ég sagði það ekki beint, þá er það líka rangt hjá mér að láta það líta þannig út. Þannig að í öllum túlkunum þessarar fram­setningar, þá er það rangt. Ef ein­hver efast um hvað ég meina, al­ger­lega án allrar kald­hæðni þá var þetta jafn rangt hjá mér og greinin hans var um af­glæpa­væðingar­málið,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-vegg sínum seint í gærkvöld en þetta varðar deilur við Kolbein Óttar Proppé, þingmann og varaþingflokksformann VG um frumvarp Pírata um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna.

Ágreiningurinn snýst um aflglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Grein sem Kolbeinn birti um málið á Vísir.is í gær vakti mikla reiði meðal Pírata.

Kolbeinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að greiða atkvæði gegn frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta. Frumvarpið var lagt fram á lokametrum vorþingsins en stjórnarliðar greiddu ýmist atkvæði gegn því eða sátu hjá. Þó er afglæpavæðing á meðal stefnumála ríkisstjórnarinnar samkvæmt stjórnarsáttmála. Í Vísis-greininni sagði Kolbeinn umræðuna einkennast af yfirborðslegum fyrirsagnalestri og þreyttum pólitískum klækjabrögðum Pírata. Kolbeinn lýsir því jafnframt yfir að hann vilji afglæpavæðingu:

„Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli.

Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari.“

Píratar hafa sakað ríkisstjórnina um að vilja gera þetta mál að sínu og ekki unna stjórnarandstöðuflokki því að hafa frumkvæðið.

Píratar töldu að sér vegið með grein Kolbeins og þau Halldóra og Björn Leví fóru hörðum orðum um hana á Facebook í gærkvöld. Kolbeinn sagði í grein sinni að umræðan einkenndist af fyrirsagnalestri og sagði síðan: „Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn: Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta.“

Þessu svaraði Björn: „hér er fyrirsögn fyrir þig: fokkaðu þér.“

Halldóra Mogensen var ekki sátt við þetta orðalag Björns Leví og var sérstaklega ósátt við að hún væri spyrt saman við þennan málflutning af í fréttum af  umræðunum. Hún segist jafnframt fagna því ef frumvarp um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta vímuefna verður að veruleika:

„Mér þykir leiðinlegt að hér séu statusar okkar Björns Levís teknir saman í eina frétt. Mér þykir það óviðeigandi að segja fólki að fokka sér og finnst mikilvægt að komi fram að ég er ekkert brjáluð út í meirihlutann, bara vonsvikin. En ég fagna því innilega ef satt reynist að frumvarp um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta vímuefna er að vænta frá heilbrigðisráðherra og mun koma til með að styðja hana og meirihlutann í þeirri vinnu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus