fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 08:00

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta þingveturs verður aðallega minnst fyrir heimsfaraldur kórónuveiru og áhrifa hans á þingstörfin. Að mati Evu H. Önnudóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styrk sinni á því þingi sem nú er farið í frí.

„Það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hvað ríkisstjórnin hefur staðið af sér mikinn ólgusjó. Þrátt fyrir að um ólíka flokka sé að ræða hefur hún sýnt styrk sinn og í því samhengi má segja að sú hefð, að hver ráðherra fari með æðsta vald í sínum málaflokki hjálpi til, því ráðherrarnir eru ekki mikið að skipta sér opinberlega af málefnum ráðuneyta samstarfsflokkanna.“

Hefur Fréttablaðið eftir Evu í umfjöllun um málið í dag. Hún benti á að stjórninni hafi oft verið spáð falli og að hún hafi þurft að takast á við gríðarlega stór og erfið verkefni það sem af er kjörtímabilinu og þá sérstaklega á nýliðnum vetri. Hún sagði að það hjálpi ríkisstjórninni kannski að hún nær yfir mikla breidd frá vinstri til hægri.

Heimsfaraldurinn setti mikið mark á þingveturinn og voru fjölmörg mál afgreidd i tengslum við faraldurinn. Til dæmis voru þrjú fjáraukalög samþykkt vegna ýmissa aðgerða í efnahagsmálum í tengslum við faraldurinn.

Stórum málum eins og frumvarpi um Hálendisþjóðgarð og rammaáætlun var frestað fram á haust vegna ástandsins. Önnur stór mál dagaði uppi og bíða næsta þingvetrar sem er sá síðasti á yfirstandandi kjörtímabili. Reikna má með að hann verði annasamur eins og yfirleitt er í aðdraganda kosninga. Auk þeirra mála sem ráðherrar eiga eftir að ljúka hefur forsætisráðherra boðað frumvarp um breytingar á stjórnarskrá.

Haft er eftir Evu að ekki sé ólíklegt að stærsta prófraun ríkisstjórnarinnar sé fram undan.

„Framundan eru erfiðir tímar og efnahagsþrengingar. Ríkisstjórnin hefur gríðarlegu ábyrgðarhlutverki að gegna hvað varðar viðbrögð við þeim. Þegar lagt verður mat á störf þessarar ríkisstjórnar, mun líklega skipta veigamiklu máli hvernig hún tekst á við þær þrengingar sem framundan eru, hvort heldur er á sviði heilbrigðismála eða efnahagsmála.“

Sagði hún og benti á að þótt almenn ánægja hafi verið með viðbrögð stjórnvalda til að hefta útbreiðslu heimsfaraldursins sé ekki öruggt að álíka samstaða náist um viðbrögð í efnahags- og atvinnumálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn