fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Eyjan

Mannréttindadómstóllinn fjallar um aðgengi fatlaðra að Duushúsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 08:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka kæru Arnars Helga Lárussonar, formanns Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) til efnismeðferðar. Ákvörðunin var birt á vef dómstólsins í gær.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Arnar hafi beint kæru til MDE vegna meintra brota á Mannréttindasáttmálanum sem hljótist af ófullnægjandi aðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum í Reykjanesbæ.

Arnar Helgi og SEM höfðuðu mál gegn Reykjanesbæ 2015 og kröfðust þess að bænum yrði gert að breyta tveimur opinberum byggingum, Duushúsi og 88 húsi, til að bæta aðgengi fatlaðra. Þess var meðal annars krafist að hjólastólalyftur yrðu settar upp, skábrautum fyrir hjólastóla yrði komið fyrir og að sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða yrðu útbúin sem næst inngangi.

Reykjanesbær var sýknaður á báðum dómsstigum hér á landi og var vísað til sjálfsstjórnar sveitarfélaga og forræðis þeirra á forgangsröðum fjármuna.

Meðal málsástæðna Arnars eru að lélegt aðgengi fyrir fatlaða hamli því að hann geti tekið þátt í tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi í húsnæði á vegum sveitarfélagsins nema að takmörkuðu leyti. Hann geti ekki sótt viðburði í Dushúsi, sem er lista- og menningarmiðstöð sveitarfélagsins en húsið er í eigu sveitarfélagsins. Það sama eigi við um 88 húsið þar sem er félags- og menningarmiðstöð fyrir ungmenni. Sveitarfélagið leigir húsið af eignarhaldsfélagi.

Í kærunni til MDE segir Arnar að hann njóti ekki friðhelgi einkalífs og fjölskyldu til jafns við aðra vegna fötlunar sinnar og verði því fyrir ólögmætri mismunun. Einnig að við meðferð málsins hjá íslenskum dómstólum hafi engin tilraun verið gert til að tryggja samræmi á milli stjórnarskrárvarinna réttinda hans og hagsmuna sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fjölkvænisfrumvarp“ Pírata vekur misjöfn viðbrögð – Margrét uggandi en Ingu Sæland skemmt

„Fjölkvænisfrumvarp“ Pírata vekur misjöfn viðbrögð – Margrét uggandi en Ingu Sæland skemmt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjáðu hverjir eru á leiðinni út og inn af Alþingi í næstu kosningum

Sjáðu hverjir eru á leiðinni út og inn af Alþingi í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“

Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“