fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Eyjan

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér ályktun vegna brunans á Bræðraborgarstíg þar sem þrír erlendir verkamenn létu lífið. Húsið hafði lengi verið til umræðu vegna slæms viðhalds, án þess að gripið hafi verið til aðgerða. Brunavörnum

Ungir jafnaðarmenn telja nauðsynlegt að rannsaka tildrög brunans og finna hver ber ábyrgð á manntjóninu sem þaðan hlaust. 

Ungir jafnaðarmenn votta samúð þeim sem stödd voru í húsinu þegar bruninn varð, sér í lagi þeim sem slösuðust í brunanum og aðstandendum hinna látnu.“

Ungir jafnaðarmenn gagnrýna það að það þurfi manntjón til að opna umræðuna um kerfisbundið misrétti hér á landi.

„Það er ólíðandi að við búum í samfélagi þar sem það þurfi mannslíf að glatast til þess að kveikja umræðu um kerfisbundið misrétti. Í Bandaríkjunum hafa undanfarnar vikur staðið yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd vegna lögregluofbeldis. Það er þó öllum ljóst að þetta var einungis dropinn sem fyllti mælinn og er kerfisbundinn rasismi daglegt brauð þar í landi. Ungir jafnaðarmenn vona að nú taki Íslendingar sama skref, átti sig á stöðunni á Íslandi og leyfi misréttinu ekki að þrífast lengur í þögninni.“

Í ályktun segir enn fremur að hér á landi hafi útlendingahatur fengið að festa rætur sínar og lifi hér góðu lífi. Sem dæmi um það megi nefna vinnumannsal og félagslegt undirboð,

Ungir jafnaðarmenn taka í ályktun undir kröfur verkalýðshreyfingarinnar og annara hagaðila um nauðsyn aðgerða í þágu erlends starfsfólks. Þá þurfi sérstaklega að leggja áherslu á að eftirlit verði aukið á vinnustöðum og með íbúðarhúsnæði sem atvinnurekendur útvegi starfsmönnum. Eins þurfi að tryggja að hægt sé að refsa atvinnurekendum sem brjóti á starfsfólki og keðjuábyrgð þurfi að verða virkt úrræði. Eins krefjast Ungir jafnaðarmenn þess að lögregla láti af mismunum gegn fólki af erlendum uppruna.

 

Ályktunin í heild sinni:

 

Ályktun Ungra jafnaðarmanna vegna stöðu erlends launafólks á Íslandi

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Á dögunum varð bruni í húsi á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létu lífið. Nauðsynlegt er að farið verði í ítarlega rannsókn á tildrögum brunans og að þau sem bera ábyrgð verði sótt til saka. Áður en lengra er haldið vilja Ungir jafnaðarmenn votta samúð þeim sem stödd voru í húsinu þegar bruninn varð, sér í lagi þeim sem slösuðust í brunanum og aðstandendum hinna látnu.

Stærra vandamál 

Það er ólíðandi að við búum í samfélagi þar sem það þurfi mannslíf að glatast til þess að kveikja umræðu um kerfisbundið misrétti. Í Bandaríkjunum hafa undanfarnar vikur staðið yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd vegna lögregluofbeldis. Það er þó öllum ljóst að þetta var einungis dropinn sem fyllti mælinn og er kerfisbundinn rasismi daglegt brauð þar í landi. Ungir jafnaðarmenn vona að nú taki Íslendingar sama skref, átti sig á stöðunni á Íslandi og leyfi misréttinu ekki að þrífast lengur í þögninni.

Staða erlends launafólks

Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi. Það birtist með ýmsum hætti en byggist allt á vanvirðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna, sem lítur kannski öðruvísi út eða kemur frá öðrum menningarheimum. Hér verður farið yfir nokkrar birtingarmyndir þess á vinnumarkaði.

Vinnumansal er algengara hér á landi en flesta grunar. Vinnumansal snýr ekki eingöngu að kynlífsmansali og barnaþrælkun heldur einnig að því þegar einstaklingar eru blekktir til þess að koma til landsins með fölskum loforðum sem síðan eru svikin. Þessir einstaklingar eru oft félagslega einangraðir og hafa takmarkaðan aðgang að upplýsingum um rétt sinn. 

 

Félagslegt undirboð. Við vísum í orð Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingar, í umræðum á Alþingi frá árinu 2018 um félagslegt undirboð og svik á vinnumarkaði.

„Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu, ekki síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Ódýra vinnuaflinu er ætlað að auka gróða fyrirtækjanna og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Fórnarlömbin eru oft hrædd við að tjá sig og eru í raun þau einu sem taka áhættu með glæpnum. Fyrirtækin geta illu heilli bara borgað og haldið svo áfram. Í versta falli skipta þau um kennitölu.“ 

Kröfur

Verkalýðshreyfingin hefur lengi vakið athygli á þessum vanda og kallað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til þess að bæta stöðu erlends verkafólks. Ungir jafnaðarmenn taka nú sem áður undir kröfur verkalýðshreyfingarinnar og annarra hagaðila um nauðsyn aðgerða í þágu erlends starfsfólks. 

Þá vill hreyfingin leggja sérstaka áherslu á að eftirlit verði aukið, bæði á vinnustað og með þvi íbúðarhúsnæði sem útvegað er af atvinnurekenda. Nauðsynlegt er að hægt verði að refsa þeim atvinnurekendum sem brjóta á starfsfólki. Í dag er það að greiða laun að fullu mesta „refsing“ sem atvinnurekandi getur fengið fyrir launaþjófnað. Þá er keðjuábyrgð mikilvægur þáttur í því að uppræta brotastarfsemi.

Ungir jafnaðarmenn fara enn fremur fram á að lögreglan hætti „racial profiling“, þ.e. að yfirvöld láti af því að eltast við fólk af sérstöku þjóðerni, einfaldlega vegna þjóðernis einstaklinganna. Þá er ljóst að auðvelda þarf aðgengi innflytjenda að kerfinu, veita fólki aðstoð þegar það þarf að leita réttar síns og sýna þeim að samfélagið tekur þeim opnum örmum. Fólk af erlendum uppruna sem oft er í viðkvæmri stöðu á að geta treyst á lögreglu og aðrar stofnanir.

Að lokum vilja Ungir jafnaðarmenn vekja athygli á eftirfarandi þætti úr megininntaki Lífskjarasamninganna.

„Samningsaðilar vilja treysta í sessi heilbrigðan vinnumarkað þar sem brot á launafólki líðast ekki með því að lögfestar verði aðgerðir gegn kennitöluflakki og félagslegum undirboðum sem jafnframt tryggi jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja.“

Ungir jafnaðarmenn telja að enn skorti verulegar aðgerðir og vilja frá stjórnvöldum til þess að mæta þessum atriðum. Ljóst er að ekki er hægt að bíða til loks samningstímans til þess að bæta stöðu erlends launafólks. Ungir jafnaðarmenn krefjast umfangsmikilla aðgerða strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“