fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Vill að Þórdís verði svipt ráðherratitli sínum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil leggja til að orðið „nýsköpun“ sé tekið út úr starfstitli þess ráðherra. Af hverju? Því minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar rennur til nýsköpunar. Það hlýtur að vera slæmt hlutskipti að vera ráðherra nýsköpunar í þessari ríkisstjórn. Að ná einungis 5%“

segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar.

Hann segir við Eyjuna að hún standi ekki undir nafni:

„Mér finnst ráðherrann ekki standa undir nafni að geta kallað sig nýsköpunarráðherra. Og þessi ríkisstjórn er allt annað en nýsköpun. Þetta er ríkisstjórn uppsagna og uppgjafar. Auðvitað ætti nýsköpunarhluti atvinnuvegaráðuneytisins að blómstra í svona ástandi en því miður sjást fá merki um slíkt.“

Ekkert plan

Hann segir lítið að frétta af nýsköpun hjá núverandi ríkisstjórn og engin framtíðarsýn:

„Ég er ekki viss að þjóðin eða jafnvel ráðherrann átti sig á þessu. Þegar tölurnar eru greindar, en ekki bara frasarnir, þá tala þær sínu máli. Í mesta atvinnuleysi lýðveldissögunnar skilar atvinnuvegaráðuneytið auðu (fyrir utan 5.000 kr. ferðaávísun). Í kreppu er nýsköpun töfraorðið en það orð finnst vart í orðabók þessarar ríkisstjórnarinnar. Það sem hins vegar finnst í þeirri bók eru atvinnuleysisbætur og niðurgreiddar uppsagnir einkafyrirtækja enda renna um 75% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þær tvær aðgerðir.

Hvert er planið? Hvar sjáum við stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum til framtíðar? Hvar er framtíðarsýnin? Ég sé hana ekki, þótt ég greini aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í tætlur. Eina planið sem ég sé, eru stjórnvöld að monta sig af því að niðurgreiða uppsagnir í þúsunda tali. Hér vantar sérstaka fjárfestingaráætlun þar sem áherslan væri á grænt hagkerfi nýsköpunar og fjölbreytni. Okkur vantar hins vegar ekki hægri kreddu Sjálfstæðisflokksins þar sem sjálfsögð hagfræði um opinbera eftirspurn og opinber störf á tímum kreppu er hafnað.“

Ágúst hefur viljað fjölga opinberum störfum og telur það ekki rétta nálgun að öll verðmætasköpun eigi sér stað í einkageiranum. Hefur hann meðal annars lagt til tíföldun listamannalauna.

Sjá einnig: Ágúst Ólafur segir þessar tíu leiðir koma í veg fyrir atvinnuleysi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er helsta banamein Íslendinga

Þetta er helsta banamein Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum
Hér á ég heima