fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Franklín virðist ekki eiga möguleika

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 18:58

Mynd: Forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup nýtur Guðni Th. Jóhannesson 90,4% stuðnings landsmanna til áframhaldandi setu sem forseti. Guðmundur Franklín Jósson er með 9,6% fylgi. RÚV greinir frá.

Þetta er fyrsti þjóðarpúls Gallup fyrir forsetakosningarnar. Guðni nýtur stuðnings 86% karlmanna en Guðmundur Franklín 14%, en 95% kvenna ætla að kjósa Guðna á móti 5% Guðmundar.

Þá segir í frétt RÚV að Guðmundur sæki fylgi sitt aðallega til elsta kjósendahópsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt