fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 12:30

Guðni fékk næst hæsta hlutfall atkvæða í sögunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, hlaut 92,2 prósent gildra atkvæða í forsetakosningunum í gær. Þetta er næst hæsta atkvæðahlutfall sem forsetaframbjóðandi hefur fengið í forsetakosningum hér á landi. Vigdís Finnbogadóttir fékk betri kosningu 1988 þegar hún hlaut 94,6% atkvæða. Hún varð þá fyrst sitjandi forseta til að fá mótframboð.

RÚV skýrir frá þessu. Fram kemur að frá því að þjóðin kaus sér forseta í fyrsta sinn 1952 hafi 31 einstaklingur boðið sig fram til embættisins, sumir oftar en einu sinni. Níu sinnum hefur verið kosið á þessum 68 árum. Fimm sinnum hefur frambjóðandi fengið meirihluta atkvæða og fimm sinum hefur frambjóðandi fengið innan við eitt prósent atkvæða.

Eins og fyrr sagði fékk Guðni Th. Jóhannesson 92.2 prósent atkvæða í gær og er það næst hæsta atkvæðahlutfall frambjóðenda frá upphafi. Ólafur Ragnar Grímsson fékk 85,6 prósent atkvæða 2004 þegar tvö mótframboð komu fram. Þá skilaði fimmtungur kjósenda auðu. Þær kosningar voru haldnar skömmu eftir að Ólafur Ragnar synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar, fyrstur forseta. Hann fékk 52,8 prósent atkvæða í kosningunum 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna