fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 14:31

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla starfshópsins Saman á útivelli – Framkvæmd utanríkisstefnu Íslands í kjölfar COVID-19 var gefin út í dag, samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra skipaði starfshópinn í byrjun maí til þess að móta tillögur að því hvernig utanríkisþjónustan geti betur stutt við atvinnulífið vegna efnahagslega afleiðinga COVID-19 heimsfaraldursins. Starfshópurinn var skipaður þeim Auðunni Atlasyni sendiherra, Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, og Einari Gunnarssyni sendiherra.

Í skýrslunni er að finna tólf tölusettar tillögur til ráðherra sem skiptast í fjóra flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða tillögur sem lúta að efldri aðstoð við íslensk útflutningsfyrirtæki, í öðru lagi eru tillögur um gerð og rekstur alþjóðasamninga á sviði milliríkjaviðskipta, þriðji flokkur tillagna snýr að almennri meðferð utanríkismála og í fjórða lagi er um að ræða tillögur um starfshætti utanríkisþjónustunnar.

Samandregið kemst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að beita megi utanríkisþjónustunni með afgerandi hætti til aukins stuðnings íslenskum útflutningshagsmunum en um leið að leggja verði áframhaldandi rækt við aðkallandi úrlausnarefni á sviði alþjóðamála sem ætla má að muni magnast upp vegna COVID-19.

Tillögurnar 12 eru eftirfarandi:

Beinn stuðningur við viðskiptalífið

1. Viðskiptavakt. Sólarhringsvakt verði sett á fót fyrir íslenskan útflutning að fyrirmynd Borgaraþjónustunnar og í samvinnu við Íslandsstofu. Viðskiptavaktin veiti íslenskum útflutningsfyrirtækjum greiða leið að viðskiptaþjónustu sendiskrifstofa, ráðuneytis og Íslandsstofu í gegnum eina gátt, allt árið um kring, og veiti meðal annars liðsinni vegna COVID19-tengdra hindrana. Viðskiptavaktin verði í samstarfi við Íslandsstofu kynnt sérstaklega fyrir íslenskum útflutningsfyrirtækjum. Starfsfólk verði flutt tímabundið til milli starfa eftir sem þörf krefur til að sinna vaktinni.

2. Viðskiptafulltrúanetið víkkað út með útsendingu þriggja sérhæfðra viðskiptafulltrúa með reynslu úr íslensku atvinnulífi til starfa í sendiráðunum í Stokkhólmi (Norðurlönd), París (Frakkland, Spánn, Ítalía) og London (Stóra-Bretland, Írland). Tímagjald viðskiptafulltrúa verði fellt niður til ársloka 2021 upp að tilteknu hámarki tíma.

3. Samnýtum aðstöðu Íslands. Ráðist verði í átak til að kynna fyrirtækjum að þau geti leitað eftir aðstöðu til funda, kynninga eða tengslamyndunar í skrifstofum og embættisbústöðum, sem og í hinu stafræna heimili sendiskrifstofa. Sett verði viðmið um hvernig staðið sé að ákvörðunum um og framkvæmd viðburða.

4. Utanríkisráðherra leiði tvær til þrjár viðskiptasendinefndir á lykilmarkaði strax á næsta ári 2021. Íslandsstofa hefji undirbúning nú þegar þannig að fara megi af stað um leið og aðstæður leyfa. Samhliða verði kannaðir möguleikar á því bjóða sendinefndum fyrirtækja frá öðrum ríkjum, og úr völdum geirum, til Íslands.

Framkvæmd utanríkisstefnu Íslands í kjölfar COVID-19

Gerð og rekstur alþjóðasamninga

5. Ísland skipi sér í forystusveit með fríverslun og gegn verndarhyggju. Grundvallarhagsmunir opins og útflutningsmiðaðs lands sem á mikla hagsmuni undir snurðulausum rekstri EES samningsins, EFTA samstarfsins og alþjóðaviðskiptakerfisins.

6. Samningar um fríverslun og annað samband við Bretland eftir Brexit. Í ljósi umfangs viðskipta Íslands við Bretland er þetta stærsta úrlausnarefni á sviði samninga um utanríkisviðskipti á næstu misserum. Unnið er á grundvelli sameiginlegrar sýnar fyrir 2030 um að efla samstarf Íslands og Bretlands sem var undirrituð í maí 2020

Almenn meðferð utanríkismála

7. Enn ríkari áhersla á tengsl atvinnulífs við þróunarsamvinnu. Til viðbótar öðrum aðgerðum verði opnað þjónustuborð í Íslandsstofu í samvinnu við viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins til að virkja íslenskt atvinnulíf enn frekar til verkefna í þróunarsamvinnu. Þjónustuborðið ráðleggi einnig fyrirtækjum varðandi möguleika á vettvangi Uppbyggingarsjóðs EES, Þróunarbanka Evrópuráðsins og fleiri sjóða.

8. Virk þátttaka og orðspor. Mikilvægt er að Ísland taki áfram virkan þátt á alþjóðavettvangi og axli ábyrgð svo sem með formennsku í fjölþjóðlegu samstarfi. Þetta á ekki síst við á vettvangi sjálfbærni, mannréttinda og jafnréttis. Ráðuneyti og sendiskrifstofur nýti samfélagsmiðla og nýjustu tækni til að miðla upplýsingum út í heim um stefnu og framlag Íslands, og segi sögu um árangur á tilteknum sviðum s.s. í baráttunni gegn COVID-19. Það styrkir hagsmuni Íslands þ.m.t. útflutningshagsmuni.

Starfshættir utanríkisþjónustunnar

9. Stafræn utanríkisþjónusta. Utanríkisþjónustan verði í fremstu röð í nýtingu nýrrar tækni til samskipta og setji sér stafræna stefnu. Stafrænir miðlar verði öflug viðbót við kjarnastarfsemi þar sem persónuleg tengsl og staðarþekking eru áfram grunnurinn að árangursríkum milliríkjasamskiptum. Samfélagsmiðlar og heimasíður eru stafrænt heimili sendiskrifstofa sem nýta á til jafns við aðra innviði. Fjarfundir minnka kostnað og skapa forsendur fyrir aukinni hagsmunagæslu Íslands.

10. Utanríkismál hluti af viðbragðsáætlunum almannavarna. Samvinna við almannavarnir verði formfest. Áföll eins og heimsfaraldur inflúensu, en einnig fjölþátta ógnir á borð við netárásir, hryðjuverk eða náttúruvá, kalla á borgaraþjónustu við Íslendinga erlendis og virk samskipti við önnur ríki og alþjóðastofnanir.

Framkvæmd utanríkisstefnu Íslands í kjölfar COVID-19

11. Mannauðsátak utanríkisþjónustunnar. Með vísan í reynslu af heimflutningsátaki borgaraþjónustunnar vegna COVID-19 verði þekkingarstjórnun, símenntun og þjálfun starfsmanna og kjörræðismanna efld meðal annars til þess að bæta þjónustu- og viðbragðsgetu á sviði við utanríkisviðskipta.

12. Endurskoðaðar starfsáætlanir vegna COVID-19 lagðar fram af sendiráðum og ræðisskrifstofum sem taki mið af áherslu utanríkisráðherra á útflutningsþjónustu sem forgangsmál. Sérstaklega verði skoðað hvernig virkja megi betur kjörræðismenn til gæslu íslenskra hagsmuna, þ.m.t. á sviði útflutnings. Starfsemi í þágu fyrirtækja byggi á Framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning sem var unnin á vegum Íslandsstofu árið 2019 en þar er meðal annars lögð áhersla á hugvit, nýsköpun og grænar lausnir. Utanríkisþjónustan leggist strax á árarnar í verkefninu Saman í sókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Hundur beit barn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vitlaus og stórhættuleg barátta – „Þessir frjálshyggjumenn vilja því að fólk hafi frelsi til að smita aðra af lífshættulegri veiru!“

Vitlaus og stórhættuleg barátta – „Þessir frjálshyggjumenn vilja því að fólk hafi frelsi til að smita aðra af lífshættulegri veiru!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi áhyggjufullur – „Með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn er hætta á að vandinn magnist“

Logi áhyggjufullur – „Með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn er hætta á að vandinn magnist“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Samherji hafnar ásökunum um arðrán