fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Eyjan

Gerðu ráð fyrir 2000 umsóknum um lokunarstyrki – Aðeins 170 umsóknir borist

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 15:59

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd-Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins um 170 umsóknir um lokunarstyrki hafa borist frá því opnað var fyrir umsóknir 12. júní, en lokunarstyrkirnir eru eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsáhrifa Covid-19. Gert var ráð fyrir að 2000 fyrirtæki gætu sótt um úrræðið. Frá þessu er greint á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Af umsóknunum 170 hafa 75% verið afgreiddar og styrkfjárhæð að upphæð 137 milljónir króna verið greidd út.

„Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið má búast við færri umsóknum en upphaflegt mat gerði ráð fyrir,“

segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að nokkuð beri á því að aðilar sem ekki falla undir skilyrði úrræðisins sæki um, en einungis þeir, sem gert var að loka samkvæmt 5. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, eru styrkhæfir.

„Aðsókn fer rólega af stað, en alls var talið að um 2000 fyrirtæki geti fallið undir úrræðið vegna lokunar og eru þetta því innan við 10% um mögulegra umsókna. Í könnun sem Gallup gerði fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið í apríl og maí kom fram að af heildarfjölda fyrirtækja töldu einungis um 3,4% að þau myndu nýta sér lokunarstyrki. Þetta er mun lægra hlutfall fyrirtækja en upphaflegt mat gerði ráð fyrir, en í viðskiptahagkerfinu eru um 14000 fyrirtæki en samkvæmt þessum svörum mætti gera ráð fyrir um 500 umsóknum um lokunarstyrki,“

segir enn fremur.

Meirihluti fyrirtækja ánægður með úrræðin

Í könnun Gallup um viðhorf fyrirtækja til mótvægisaðgerða stjórnvalda kemur fram að rúmlega 64% fyrirtækja eru ánægð með aðgerðirnar og aðeins um 10% óánægð. Eftir því sem fyrirtæki hafa betur kynnt sér úrræðin, því ánægðari eru þau.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins