fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Eyjan

Ámælisverð framganga starfsfólks

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. júní 2020 08:22

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Þjóðin fylgist þessa dagana forviða með úlfúð og átökum milli fólks sem á aðild að rekstri sjúkrastöðva SÁÁ. Sérstaklega hefur nú vakið athygli illyrðaflaumur sem einhverjir starfsmenn hafa hellt yfir þann mann sem á meiri heiður en nokkur annar af tilvist þeirrar starfsemi sem þarna fer fram.

SÁÁ eru samtök sem hafa starfað hér á landi í meira en 40 ár við að aðstoða áfengis- og vímuefnafíkla við að ná kröftum sínum og hverfa til betra lífs. Árangurinn hefur verið stórkostlegur og fjöldi landsmanna notið góðs af. Mér er ekki grunlaust um að næstum hver einasta fjölskylda í landinu geti þakkað samtökunum fyrir að hafa hjálpað einum eða fleiri fjölskyldumeðlimum út úr þeirri ömurlegu tilveru sem þeir lifðu við.

Öllum sem eitthvað hafa fylgst með þessari starfsemi er ljóst að enginn einstaklingur á meiri þátt í því stórvirki sem hér hefur verið unnið en Þórarinn Tyrfingsson sem stjórnað hefur starfseminni lengst af og rutt henni braut í samfélaginu.

Það er þess vegna undarlegt að lesa nú og hlýða á árásir og illyrði sem ýmsir starfsmenn samtakanna láta sér sæma að ausa yfir þennan lykilmann í tilveru þeirra. Það skiptir engu máli hvaða áhöld kunna að hafa komið upp í þessum rekstri. Úr öllu slíku hljóta menn að leysa án stóryrða hver um annan. Það er líka undarlegt að sjá starfsmenn þessara samtaka ætla sér það hlutverk að annast yfirstjórn þeirra. Einhver hefði haldið að þeir væru þar í vinnu við að sinna sjúklingum en ekki við að annast yfirstjórn stofnunarinnar.

Orðbragðið sem sést hefur í fjölmiðlum undanfarna daga um öðlinginn Þórarin Tyrfingsson er til skammar og er áreiðanlega ekki til þess fallið að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem vera kunna uppi um þennan rekstur. Réttast væri að þetta vanstillta fólk bæðist afsökunar á þessu framferði gagnvart Þórarni. Það gæti síðan beitt sér fyrir því að honum yrði reistur minnisvarði á lóð spítalans, sem þar fengi að standa um ókomna tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti