fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin vilji uppsagnir frekar en áætlanir – „Eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 2. júní 2020 09:20

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, bendir fólki á að vera ekki meðvirkt með ríkisstjórninni og ákvörðun þeirra að fresta framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar þangað til í haust. Ríkisstjórnin eigi að vera leiðandi í stefnumörkun og eigi að sýna frumkvæði og leggja fram áætlun sem hægt sé að byggja á, alveg burt séð frá óvissuástandi í samfélaginu sökum COVID-19. Þetta kom fram í pistli hans í Morgunblaðinu í dag.

„Liðin vika í þinginu var stórmerkileg,“ byrjar Björn. „Þar voru samþykkt lög um uppsagnir þar sem ríkið hjálpar fyrirtækjum að segja upp fólki og halda því í vinnu á launum frá ríkinu í uppsagnarfresti. Stefnan er sem sagt ekki að viðhalda ráðningarsambandi, eins og markmiðið var áður, heldur slíta því.“

Björn bendir á að þetta hafi ekki verið það eina merkilega sem átti sér stað innan veggja Alþingis í vikunni sem leið, heldur hafi verið lagt fram frumvarp um að ríkisstjórnin fengi að fresta framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar þangað til í haust

„Kannski finnst fullt af fólki það ekki eins merkilegt og mér. Að það sé nú skiljanlegt að í svona óvissuástandi geti stjórnvöld ekki lagt fram áætlun og stefnu um fjármál ríkisins.“

Óvissuástand sé hins vegar engin afsökun. Ef eitthvað þá vekur það enn meiri þörf eftir áætlun og stefnumótun ríkisins. Slík áætlun þurfi ekki að vera nákvæm, heldur aðeins lögð fram.

„Stjórnvöld eiga að leggja flugbraut sem leyfir okkur að komast saman á flug. Ríkisstjórnin treystir sér hins vegar ekki í þetta verkefni heldur vill frekar hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki. Stefna okkar út úr Kófinu er engin. Stjórnvöld ætla bara að bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast og gera svo áætlun þegar óvissan hefur vonandi horfið af sjálfu sér. Ríkisstjórnin er eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt. Bíður bara þar til allt er orðið betra.“

Slík stefna er að mati Björns ekki í takti við nútímann, og ofangreint sýni að landinu sé stjórnað af fólki sem treysti sér ekki í stefnumörkun úr óvissu og sé fast í fortíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun