fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Eyjan

Gæti hæglega sprengt ríkisstjórnina

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. maí 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleg stórskipahöfn í Helguvík og uppbygging á svæðinu sem gagnast getur NATO og Bandaríkjaher hefur skapað nokkra togstreitu milli VG og Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, en þær tugmilljarða framkvæmdir eru taldar mikið tækifæri fyrir Suðurnesin, hvar hæsta atvinnuleysið á landinu mælist í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Björn Jón Bragason, sagn- og lögfræðingur, skrifar pistil í helgarblað DV sem nefnist Á þingpöllum. Í pistli vikunnar segir hann varnarmálin vel geta sprengt ríkisstjórnina og veltir vöngum yfir samsetningu nýrrar ríkisstjórnar.

„Deilurnar um varnir landsins er meginástæða þess að sósíalistar og Sjálfstæðismenn störfuðu ekki saman í ríkisstjórn í heil 70 ár, frá árinu 1947 til 2017,“

segir Björn og spyr hvaða kostir séu í stöðunni nú:

„Færi svo að stjórnin spryngi má velta því upp hvort þeir flokkar sem skýrasta afstöðu hafa í varnarmálum myndi með sér nýja stjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Viðreisn. Samtals 37 þingmanna meirihluti. Einn af lærdómum bankahrunsins er sá að efna ekki til kosninga á viðsjárverðum tímum í efnahagslífinu og einn viðmælanda sem stendur nærri Miðflokknum velti upp þeim möguleika að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sætu áfram í minnihlutastjórn sem nyti stuðnings Miðflokks og Viðreisnar sem þá fengju formennsku í veigamiklum nefndum og forseta þingsins.

Annar viðmælandi sem vel þekkir til velti því upp hvort ekki væri rétt að efna til kosninga næsta vor og ný ríkisstjórn sæti því aðeins í hér um bil tíu mánuði. Á samtölum við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er auðheyrt að samstarfið við Vinstri græn reynir á þolrifin. Heimildarmenn úr Miðflokknum telja sig vel geta unnið með flestum flokkum, nema þá helst Samfylkingu og Pírötum. Vart þarf þó að nefna að samstarf þeirra við flokksbrot Ingu Sæland kæmi ekki til greina (þeir geta ekki einu sinni nefnt nafn hennar í samtölum).

Ágætt talsamband er á milli Miðflokksmanna og Viðreisnarfólks og þá eru einstaka þingmenn Miðflokksins í sambandi við forystumenn Framsóknarflokks. Samstarf milli þessara tveggja síðastnefndu flokka er ekki eins fjarlægur möguleiki og ætla mætti eftir klofning Framsóknarflokks og Klaustursmál. Þegar öllu er á botninn hvolft er núverandi stjórnarmynstur ekki eini valkosturinn í stöðunni og svo getur raunverulega farið að ríkisstjórnarsamstarfið strandi í Helguvíkurhöfn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“