fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Framganga Áslaugar sögð losa Ísland af gráa listanum fyrr en ella

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef dómsmálaráðuneytisins er greint frá því í dag, að til hafi staðið að fresta fundi FATF-samtakanna sem halda átti í júní næstkomandi, vegna Covid-19. Hins vegar hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mótmælt þeirri frestun og því hafi verið ákveðið að halda fjarfund í júní þar sem tekin verður ákvörðun um vettvangsathugun sérfræðinga um hvort Ísland hafi staðið sig nægjanlega vel varðandi endurbæturnar sem lofað var, sem er skilyrði fyrir því að losna af listanum:

„Slík athugun er nauðsynlegur undanfari ákvörðunar um að Ísland losni af svonefndum „gráa lista“ samtakanna í október. Ákvörðunina er einungis hægt að taka á slíkum fundi sem haldnir eru í febrúar, júní og október ár hver. Ef júní fundi FATF hefði verið aflýst, þá væri útséð um að Ísland losnaði af listanum fyrr en í febrúar á næsta ári,“

segir á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.

Langur aðdragandi

Sem kunnugt er þá var Ísland sett á gráan lista FATF í október 2019 yfir ríki þar sem varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þykja ófullnægjandi, en jafnframt viðurkennt að ríkin séu samstarfsfús og endurbætur í farvegi.

FATF byrjaði fyrst að hringja viðvörunarbjöllum árið 2006. Þá setti FATF stjórnvöldum síðan úrslitakosti strax árið 2015 um að bæta stöðuna. Það var ekki fyrr en falleinkunn Íslands lá fyrir árið 2018 í svartri skýrslu FATF að stjórnvöld hrukku í gang, en þá kom hótunin um að Ísland færi á gráa listann ef ekkert yrði að gert.

Í lok janúar greindi Seðlabanki Íslands frá því að vera Íslands á listanum hefði ekki haft teljandi áhrif á starfsemi vátryggingafélaga, lífeyrissjóða, Kauphallarinnar og Nasdaq, en áður höfðu borist fréttir af því að erlend verðbréfafyrirtæki hefðu slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga vegna grálistunarinnar.

FATF-hópurinn er alþjóðlegur fjármálaaðgerðahópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.  Íslensk stjórnvöld vonuðust til að losna af listanum strax í febrúar, en af því varð ekki.

Ólíðandi

Dómsmálaráðherra mótmælti frestun FATF fundarins og taldi slíkt ólíðandi á tækniöld:

„Vegna COVID-19 ætlaði FATF að hætta við fundinn í júní og fresta öllu ferlinu fram í október. Það hefði haft þau áhrif að í október hefði verið tekið ákvörðun um að koma í vettvangsathugunin og í febrúar lögð fram tillaga um hvort við hefðum uppfyllt skilyrðin. Ég taldi það algjörlega ótækt og mótmælti þeirri ráðstöfun, sérstaklega á tækniöld, að það væri ekki líðandi að Ísland sem hefði uppfyllt öll sín skilyrði í maí 2020 myndi losna af listanum í febrúar 2021.“

Þetta kom fram í ræðu Áslaugar sem hún flutti á fundi Fjártækniklasans um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Vinnan gengur vel

Einnig kom fram í ræðu dómsmálaráðherra að sérfræðingaskýrslu um stöðu Íslands gagnvart þeim atriðum sem útaf stóðu í síðustu úttekt FATF verði skilað í lok þessa mánaðar og ákvörðun um vettvangsathugun verði tekin um miðjan júní. Sú vinna hefur gengið vel og að mati stjórnvalda ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Ísland uppfylli fjórðu peningþvættistilskipun Evrópusambandsins. Sú vinna var í forgangi en fram kom í máli ráðherra að einnig væri unnið að því að ljúka þeirri fimmtu.

„Við höfum einnig hafið vinnu við að endurskoða ákvæði íslenskrar löggjafar um svokallaðar sýndareignir og þá liggur nú fyrir hjá Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með því frumvarpi er annars vegar verið að skerpa á nokkrum atriðum sem upp hafa komið við beitingu laganna og hins vegar að innleiða það sem eftir stendur af fimmtu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins, en þar er fyrst og fremst um að ræða skyldu til að koma á fót skrá yfir bankareikninga sem hlutaðeigandi yfirvöld hafa aðgang að í tengslum við störf sem tengjast aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ég hef þegar lagt fram frumvarp um þetta efni sem er nú til meðferðar í þinginu og bind vonir við að það klárist í sumar,“

sagði Áslaug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2