fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Eyjan

Biskupsstofa segir Agnesi ekki hafa komið að ráðningu dóttur sinnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, beitti sér ekki fyrir ráðningu á dóttur sinni til Biskupsstofu, sem ráðin hefur verið þangað í þrígang, fyrst þann 11. júní í fyrra, þá 17. september og síðast þann 1. desember. Þetta kemur fram í svari Biskupsstofu við fyrirspurn Eyjunnar.

Um tímabundið starf var að ræða í öll skiptin og segir í svari Biskupsstofu að ekki sé skylt að auglýsa störf sem séu tímamörkum háð:

„Í starfið var ráðið í júní í fyrra þegar atvinnuástand var öllu ólíkt því sem nú er. Á þeim tíma var frekar erfitt að fá hæft fólk til tímabundina starfa. Starfið er tímabundið eins og áður hefur komið fram. Ekki er skylt að auglýsa tímabundin störf af þessu tagi.“

Hefur þekkingu á störfum kirkjunnar

Margrét Hannesdóttir er dóttir Agnesar og var ráðin sem verkefnastjóri á Biskupsstofu til tímabundinna verkefna. Ráðning hennar í desember átti að vera til eins mánaðar, en var framlengd til næstu mánaðarmóta.

Margrét er hagfræðimenntuð og segir í svari Biskupsstofu að hún hafi mikla þekkingu á skipulagi, uppbyggingu og störfum kirkjunnar og sé ætlað að vinna að:

„Söfnun, framsetningu og greiningu hag- og tölfræðiupplýsinga um starf kirkjunnar. Einnig öflun margvíslegra upplýsinga er varða rekstur prestsembætta, samantekt skráa og gagnasafna á mörgum sviðum auk þess að koma að endurskoðun innkaupaferla og skyldra mála með skrifstofustjóra biskupsstofu.“

Biskup beitti sér ekki

Í svari Biskupsstofu er greint frá því að Agnes hafi ekki komið nærri ráðningu dóttur sinnar:

„Biskup Íslands óskaði ekki né beitti sér fyrir ráðningunni. Guðmundur Þór Guðmundsson, skrifstofustofustjóri Biskupsstofu, réði Margréti inn til að vinna þessi verkefni sem áður hefur verið lýst. Þessi verkefni heyra öll undir Guðmund Þór og það er á hans ábyrgð að þeim sé sinnt og þeim sé lokið.“

Þá segir að Margrét sé fyllilega starfi sínu vaxin og hafi verið talinn góður kostur:

„Margrét uppfyllir mjög vel kröfur til þessara verkefna vegna menntunar og þekkingar sem að framan greinir. Var því talinn góður kostur á þeim tíma að ráða hana tímabundið. Þegar viðbótarsamkomulag ríkis og kirkju var undirritað 6. september 2019, varð ljóst að þörf var á frekari vinnu á þessu sviði vegna umfangsmikilla skipulagsbreytinga sem ráðast þarf í vegna samningsins og lagabreytinga sem af honum leiddi, m.a. vegna breytts umhverfis – fjár- og starfsmannamála kirkjunnar. Nauðsynlegt var að afla frekari upplýsinga til að undirbúa breytingar sem hafa orðið og verða á starfsumhverfi kirkjunnar. Varð samkomulag um að Margrét yrði endurráðin tímabundið frá og með 19.9.2019  a.m.k fram að framhaldsfundi kirkjuþings 2019, sem koma átti saman 21. mars 2020. Biskup kom ekki nálægt þeirri ákvörðun heldur var hún einvörðungu á borði skrifstofustjóra og annarra stjórnenda. Þinghaldinu var frestað vegna Covid og verður haldið í september 2020 samkvæmt ákvörðun forseta og forsætisnefndar kirkjuþings. Margrét hefur unnið mikla vinnu til undirbúnings breytingunum og einnig á fjármálasviði biskupsstofu. Þar hafa miklar breytingar átt sér stað á vinnu og verkferlum og hefur vinnuframlag hennar verið mikilvægt til undirbúnings nýjum kerfum og sérstaklega óskað eftir því af fjármálastjóra biskupsstofu að fá aðgang að þekkingu hennar og reynslu í því sambandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“