fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Eyjan

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 14:09

Kristján Þór Júlíusson. Mynd- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru flestir ánægðir með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en rúmlega 59% landsmanna eru ánægð með störf hennar. Mesta óánægjan er með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup.

Næstvinsælasti ráðherrann er Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, en nær 54% eru ánægð með störf hennar, en auk þess eru fæstir óánægðir með störf hennar.

Í þriðja og fjórða sæti eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, en um 46% eru ánægð með störf þeirra.

Á hæla þeim kemur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, en nær 43% eru ánægð með störf hans, þá Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, en nær 39% eru ánægð með störf hans, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en um 37% eru ánægð með störf hennar.

Tæplega 35% eru ánægð með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, en aðeins rúmlega 10% eru ánægð með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Minnsta ánægjan með Kristján

Langflestir eru óánægðir með störf Kristjáns Þórs, eða nær 62%. Rúmlega 35% eru óánægð með störf Áslaugar Örnu og Bjarna Benediktssonar, rúmlega 31% með störf Guðmundar Inga, 28% eru óánægð með störf Guðlaugs Þórs, nær 27% með störf Ásmundar Einars og nær 26% með störf Svandísar og Sigurðar Inga.

Þær þrjár sem flestir eru ánægðir með eru einnig fæstir óánægðir með. Slétt 21% er óánægt með störf Katrínar, rúmlega 18% eru óánægð með störf Þórdísar Kolbrúnar og rúmlega 17% eru óánægð með störf Lilju Daggar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“