fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Eyjan

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Davíð Þorláksson í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans. Davíð skrifaði pistil í vikunni sem birtist Í Fréttablaðinu. Þar hélt hann því fram að helsti galli ferðasumarsins sem sé framundan væru „hneykslunargjarnir“ Íslendingar sem myndu kvarta yfir verði. Davíð sagði að hátt verðlag væri eðlilegt vegna aðstæðna og mikilla skatta.

Sjá einnig: Davíð nefnir „risavaxinn“ galla við það að Íslendingar ferðist innanlands í sumar

Ágúst Ólafur telur að markmið pistilsins hans Davíðs sé að þrýsta sköttum niður. Hann segir að Davíð hafi farið með rangmæli er varða skatttekjur og vísar í gögn frá World Bank og OECD máli sínu til stuðnings.

„Einn af forstöðumönnum Samtaka atvinnulífsins fullyrðir í pistli í Fréttablaðinu í gær að „skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu séu þær 2-3 hæstu í heiminum“. Þessi söngur hefur oft heyrst áður úr þessari átt og er tilgangurinn ætíð sá að þrýsta sköttum niður og ekki síst á fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Ég ákvað því að fletta þessu einfaldlega upp.

Samkvæmt lista hjá World Bank er Ísland í 29. sæti (Tax revenue, % of GDP) en ekki í 2.-3. sæti. Séu hins vegar gögn OECD skoðaðar sést að Ísland er í 13. sæti þegar kemur að hlutfalli skatta af landsframleiðslu. Annar listi, byggður á hægri hugveitunni Heritage Foundation, sýndi Ísland í 16. sæti.

Öll Norðurlöndin eru fyrir ofan okkar, sum talsvert, en einnig Belgía, Grikkland, Holland, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg sem er nú ekki þekkt fyrir háa skatta. Við erum á svipuðum stað og Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland sem verða seint talin vera norræn velferðarríki.“

Ágúst bendir á að skattar séu mikilvægir fyrir atvinnulífið á erfiðum tímum sem þessum, auk þess sem skattar tryggi fólki í landinu ýmis kjör líkt og menntun og heilbrigðisþjónustu. Hann segir að einkaframtakið og atvinnulífið reiði sig á skatta.

„Að lokum er kannski ágætt að minna Samtök atvinnulífsins aftur á að það eru einmitt skattar sem eru núna að koma atvinnulífinu til mikillar aðstoðar. Það eru skattar sem fjármagna samgöngu-, orku- og fjarskiptakerfið sem atvinnulífið byggir starfsemi sína á. Og það eru skattar sem tryggja atvinnulífinu að langmestu leyti þá menntun, réttarvernd og heilbrigðisþjónustu sem það reiðir sig á.

Eitt sinn var sagt að skattar væru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi. Við það má bæta að einkaframtakið og atvinnulífið reiða sig á skatta, hvort sem það líkar betur eða verr. Það er fullkominn óþarfi að tala slíkt niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“