fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 13:52

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundi umhverfis- og samgöngunefndar (USN) var slitið skyndilega í gær og nýr fundur boðaður með skömmum fyrirvara. Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, telur þetta hafa verið með ráðum gert til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt fundinn.

Málið mun varða það að Björn Leví þvertók fyrir að hafa kveikt á myndavélinni í fjarfundabúnaði, þegar hann var ekki að tala sjálfur. Þetta fór illa í formann nefndarinnar sem sleit fundi og boðaði til nýs fundar, án Björns, sem fékk ekki fundarboð fyrr en þremur korterum eftir að fundur hófst. En slíkt er ekki í samræmi við starfsreglur eða lagaákvæði sem kveða á um að Birni sé skylt að sækja fundi.

Björn Leví var í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Þar sagði Brynjar að ekkert hefði verið athugavert við þessi fundarhöld þar sem Björn hefði ekki farið eftir reglum.

Maður klórar sér í hausnum, sagði Björn. Og Brynjar svaraði þá um hæl : Nei þú klórar þér ekkert í hausnum, þú veist alveg afhverju þetta er. Segðu bara satt og rétt frá. Þú varst ekki í mynd á fundinum alltaf. Þú átt bara að segja satt og rétt og frá af hverju þetta vesen var í nefndinni. Segðu söguna alla.“

Internet-kurteisi 

Hins vegar gafst Birni ekki tími til að segja söguna alla, þar sem þátturinn rann út á tíma. DV sló því á þráðinn til hans.

Björn Leví segir í samtali við DV að það sé ákveðin Internet-kurteisi að slökkva á hljóðnema og mynd þegar maður hafi ekki orðið á fjarfundi.

„Það sparar bandvídd og kemur í veg fyrir ýmis konar óheppileg vandamál eins og að vera ekki óvart að bora í nefið og svoleiðis fyrir framan gesti. Maður er jú heima hjá sér. Í þessu ástandi þá hafa krakkar hlaupið inn í mynd og svoleiðis.“

Hann hins vegar sé oft að punkta hjá sér atriði fundarins, snúi sér þá frá myndavélinni og finnist óþægilegt að vera þannig í mynd.

„Það var gerð athugasemd við þetta á fundi USN, að það væri nú kurteisi við gesti að vera í mynd, að það þyrfti að vera í mynd til þess að tryggja að maður væri á fundinum af því að þetta væru lokaðir fundir og maður ætti að vera í einrúmi. Einnig var vísað í leiðbeiningar um fjarfundi (ekki reglur). Ég þakkaði bara fyrir „ábendinguna en vildi halda þessu fyrirkomulagi hjá mér.“

Fundi slitið í snarhasti

Í kjölfarið hafi verið kvartað yfir þessu hátterni Björns og í kjölfarið hafi forseti Alþingis beint þeim tilmælum til Björns að vera á mynd með vísan til leiðbeininga þingmanna um fjarfundi. Athuga ber að um leiðbeiningar er að ræða, ekki reglur eða lög, en lögum samkvæmt er hins vegar skylt að vera á fundinum nema nauðsyn banni.

„Í kjölfarið á þessari ákvörðun forseta er næsti USN fundur settur þar sem formaður spyr mig hvort ég ætli að halda áfram að vera bara í mynd þegar ég tala og ég svara því „já takk“. Þá les hann upp stuttan pistil um tilhögun þess að vera á fjarfundi og í mynd, biður nefndina um leyfi til þess að slíta fundi og boða nýjan fund þar sem þeir sem ætla ekki að fara eftir fjarfundarleiðbeiningum er ekki boðið. Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn.“

Fékk fundarboð um klukkutíma eftir að fundur hófst

Í kjölfarið óskaði Björn eftir upplýsingum um hvenær fundur yrði settur að nýju en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði fengið bar að boða til nýs fundar með sömu dagskrá og veita nefndarmönnum færi á að staðfesta hvort þeir ætli að vera í mynd eða ekki. Ef nefndarmenn vilji það ekki myndu þeir fá tækifæri til að mæta upp á nefndarsvið og fundað á staðnum í samræmi við leiðbeiningar.

„Ég fékk svo loks fundarboð um klukkutíma seinna á fund sem hófst þremur korterum áður. Þá dreif ég mig að sjálfsögðu á fundinn og mætti á nefndarsvið þar sem ég tók upp tölvuna, setti hana í gagn og tengdist fjarfundi, án þess að vera með myndavél í gangi auðvitað … og enginn kvartaði yfir því. Ég hefði alveg eins getað verið heima án þess að vera með myndavélina í gangi sem sagt.“

Björn segir þetta mjög alvarlegt og nokkuð grunsamlegt. Þarna hafi í rauninni verið komið í veg fyrir að hann gæti mætt á fundinn tímanlega. En Björn hefur fengið óformlega staðfestingu á að þessi tilhögun hafi ekki verið í samræmi við starfsreglur.

„Næstu skref hjá mér eru annars að tala við nefndarsvið út af þessum „mistökum“ að boða mig ekki á fund eins og á að gera skv. lögum. Hvers konar brot það er að koma í veg fyrir að ég geti mætt á fund með því að breyta staðsetningu fundarins með engum fyrirvara. Ég er amk. búinn að fá það óformlega staðfest að þetta sé ekki samkvæmt starfsreglum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki