fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Eyjan

Segir óstjórn vera í fjármálum Árborgar – Tuttuguföld framúrkeyrsla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við breytingar á Ráðhúsi Árborgar á Selfossi fór tuttugufalt fram úr kostnaðaráætlun ef marka má orð Sigurðar K. Kolbeinssonar framkvæmdastjóra en hann skrifar grein um fjármál sveitarfélagsins á Fréttavef Suðurlands. Samkvæmt greininni var upphaflegur kostnaður um 5 milljónir króna en stefnir nú í 100 milljónir.

„Hver tók endanlega ákvörðun um verkefnið og hvaða vinnubrögð voru viðhöfð við ráðningu á verktaka?  Á hvaða stigum var fjárhagsáætlun breytt og á hvaða tímapunkti voru þær breytingar kynntar? Hver er í raun ábyrgur fyrir þessari vitleysu?  Það er ekki sveitarfélagið sjálft heldur einstaklingar sem þar starfa,“ segir Sigurður en hann krefst, sem íbúi í Árborg, eftir svörum við þessum spurningum.

Sigurður spyr enn fremur:

„Hvernig stendur á því að svona vinnubrögð eru liðin?  Hvernig má það vera að tvíeykið framkv.stjóri fjármálasviðs og bæjarstjóri Árborgar gátu ekki sameiginlega gert grein fyrir stöðunni fyrr en allt var um seinan?  Eðlilega hlýtur maður að spyrja hvort annarlegar ástæður séu að baki  verktökunni, þ.e. hvort einhver vinatengsl hafi hugsanlega verið í spilinu því svo rækileg framúrkeyrsla er fáheyrð í þessu landi.  Var hefðbundið útboð viðhaft áður en í verkefnið var ráðist?  Eðlilegur hönnunarkostnaður miðast að jafnaði við 5-10% af verkframkvæmdum, þó er hann ávallt hærri hjá opinberum aðilum.  Hversu hár var hann í raun í þessu tilfelli?  Gefum okkur að kostnaður verkefnisins myndi fara 100% fram úr áætlun og allir myndu sætta sig við það, er framúrkeyrslan samt það mikil að hún nemur hærri upphæð en launum bæjarstjórans í þau 4 ár sem hann er ráðinn til starfans.  Er það eitthvað eðlilegt?  Vinnur hann fyrir launum sínum?“  

Sigurður segir þetta ekki vera eina dæmið um slæma meðferð fjármuna í bæjarfélaginu og segir að mikil fjölgun hafi orðið í mannaráðningum á stjórnsýslusviði sem útheimti ærinn launakostnað.

Gagnrýnir bæjarstjóra

Sigurður bendir á að bæjarstjóri Árborgar sé með 18 milljónir króna í árslaun auk nýrrar jeppabifreiðar og annarra fríðinda sem fylgi starfinu. Sigurður gerir ákveðnar kröfur til stjórnanda með svo góð launakjör og spyr hvort bæjarstjórinn standi undir þeim. Nokkuð skorti á það:

„Að stýra bæjarfélagi er eins og að stýra stóru fyrirtæki, menn þurfa að vinna hratt, skipulega og ná yfir alla þætti í daglegri stjórnun.  Allir þeir sem ég hef rætt við úr atvinnulífinu á Selfossi virðast vera á sama máli um að hjá Árborg vanti nákvæmari stefnumótun, einfaldari og fljótvirkari stjórnsýslu og ekki síst framtakssemi sem líkja mætti við gamalt þekkt slagorð; „Frá orðum til athafna“.  En í litlu bæjarfélagi virðast fáir þora að tjá sig um þessi mál af hræðslu við að skerða eigin hagsmuni.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s