fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Ríkisendurskoðun gerir fjórar aðfinnslur við stjórnsýslu dómstólanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 13:55

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er niðurstaða Ríkisendurskoðunar að dómstólasýslan, sem hefur annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna frá ársbyrjun 2018, hafi staðið undir þeirri ábyrgð sem henni var falið við gildistöku laga nr. 50/2016 um dómstóla. Dómstólasýslan hefur markað sér trúverðuga stefnu og framtíðarsýn um þróun stjórnsýslu dómstólanna og tekist að ljúka flestum markmiðum og aðgerðum sem finna má í Stefnu dómstólasýslunnar 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun.
Úttektin var unnin eftir að Alþingi samþykkti í júní 2018 beiðni ellefu þingmanna um skýrslu um stjórnsýslu dómstólanna. Gagnaöflun hófst haustið 2018 en þá þurfti einnig að skera úr um hvort úttektin gengi á svig við ákvæði 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands um þrískiptingu ríkisvaldsins. Að þeirri athugun lokinni hófst úttektin.

Tillögur til úrbóta

Í úttekt Ríkisendurskoðunar eru lagðar fram fjórar tillögur til úrbóta:

Í fyrsta lagi þarf að kanna hvort mæla á nánar fyrir í lögum um eftirlit dómstólasýslunnar með stjórnsýslu dómstólanna með það fyrir augum að efla eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Slíkar breytingar þyrftu að leiða til aukins samræmis í framkvæmd milli dómstólanna og efla réttaröryggi í stjórnsýslu þeirra bæði fyrir borgarana og starfsmenn dómstólanna.

Í öðru lagi uppfyllir dómstólasýslan ekki við núverandi aðstæður með fullnægjandi hætti lögbundið hlutverk sitt varðandi yfirstjórn upplýsinga- og tæknimála dómstólanna og að hún annist stjórn upplýsinga- og tæknimála dómstólanna og að hún annist þróun þeirra mála. Tryggja þarf öryggi málsgagna, og stjórnvöld þurfa að móti stefnu þess efnis.

Dómstólasýslan þarf í þriðja lagi að setja nánari reglur fyrir Landsrétt og héraðsdómstóla um málaskrár dómstóla, þingbækur, búnað til hljóð- og myndupptöku í þinghöldum, dómabækur, varðveislu málsskjala og upptaka, aðgang almennings að endurritum af dómum og úr þingbók, svo og að framlögðum skjölum, og form og frágang dómskjala.

Að lokum þarf að meta hver yrðu fjárhagsleg samlegðaráhrif af sameiningu héraðsdómstóla og hvernig sameining þeirra gæti styrkt stjórnsýslu dómstólanna. Ríkisendurskoðun bendir á að meta þarf faglegan ávinning af sameiningu héraðsdómstóla en við fámennustu héraðsdómstólana starfar að jafnaði einn dómari. Í ljósi eftirlitsvalds dómstjóra er það ekki ákjósanleg staða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“