fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, vera latasta þingmann Alþingis og undrast að hann sé að kvarta yfir vinnusemi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hún segir Brynjar ekki hafa verið sérstaklega duglegan á þingi, en hann hefur á sínum sjö árum sem þingmaður lagt fram eitt frumvarp sem fyrsti flutningsmaður og eina fyrirspurn, utan þeirrar nýjustu:

„Brynjar Níelsson sem lagt hefur fram heilt eitt frumvarp og eina fyrirspurn að eigin frumkvæði, bjó til 10 fyrirspurnir til þess að kvarta yfir því hvernig Björn Leví Gunnarsson vinnur vinnuna sína. Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up,“

segir Þórhildur Sunna í morgun á samfélagsmiðlum. Tilefnið er að Brynjar lagði fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um hversu margar vinnustundir færu í að svara fyrirspurnum Björns Levís, sem er ótvíræður fyrirspurnakóngur Alþingis, og hver heildarkostnaðurinn væri.

Íþyngjandi fyrirspurnir

Þeir kumpánar Brynjar og Björn ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist Björn Leví koma úr akademíunni og því vanur að spyrja gagnrýnna spurninga:

„Hlutverk mitt er að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og ég vil hafa gagnsæi í opinberum fjármálum.“

Brynjar sagði hins vegar að fyrirspurnir Björns Levís væru komnar út fyrir allan ramma og fjölluðu flestar um það sem þegar væri kveðið á um í lögum og reglum. Hann sagði að hann hefði heyrt innan úr stjórnarráðinu að fyrirspurnir Björns Levís væru orðnar íþyngjandi og afar kostnaðarsamar fyrir stjórnarráðið og taldi að fyrirspurnir hans hefðu sáralítinn tilgang „nema að þyrla upp einhverju moldviðri,“ því ekki hefði þingið eða störf þingmanna gagn að slíkum fyrirspurnum.

Þá var tekið fram að fyrirspurnir Björns Levís vegna akstursgreiðslna alþingis til þingmanna hefðu sparað ríkinu um 16 milljónir á ári.

Brynjar taldi hins vegar að kostnaður hins opinbera við að svara fyrirspurnum Björns væri mun meiri:

„Ég hef heyrt að það sé margra manna djobb að svara einum þingmanni, það þýðir einhverja tugi milljóna á ári eða jafnvel meira. Til hvers eru menn að þessu ? Ég hef heyrt að menn séu að kikja undir þessu álagi.“

Engin vorkun

Björn Leví sagði hinsvegar að samkvæmt sínum útreikningum væru þetta allt í allt um þrjár fyrirspurnir á hvert ráðuneyti í mánuði:

„Fyrir allt þingið sko. Er það rosalegt vinnuálag að svara þremur fyrirspurnum á mánuði? Ég vorkenni framkvæmdavaldinu ekkert rosalega mikið að þurfa að svara fyrir störf sín.“

Engin fyrirspurn um fyrirspurn vegna fyrirspurna

Eyjan lagði fram skriflega fyrirspurn til Björns Levís á samfélagsmiðlum hvort hann hygðist leggja fram fyrirspurn um fjölda vinnustunda og kostnað ráðuneytisins vegna vinnunnar við fyrirspurn Brynjars um fyrirspurnir Björns.

Svaraði hann því neitandi, en væntanlega væri hægt að áætla kostnaðinn og vinnustundirnar miðað við svarið sem Brynjar fengi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus