fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 14:40

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á sjö ára þingferli sínum þegar hann lagði fram tíu fyrirspurnir í fyrradag, eina til hvers ráðuneytis fyrir sig, um þann kostnað og vinnustundir sem færu í að svara fyrirspurnum Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem er ótvíræður fyrirspurnakóngur Alþingis. Fyrirspurnir hans eru sem þyrnir í augum Brynjars og segir hann að þær séu orðnar íþyngjandi fyrir starfsmenn stjórnarráðsins og kosti tugi milljóna fyrir hið opinbera á hverju ári.

Af þessu tilefni sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að Brynjar væri latasti þingmaður Alþingis og undraðist gagnrýni hans á duglegasta þingmanninn.

Sjá nánar: „Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

Ekki latur

Eyjan hafði samband við Brynjar og spurði hvort það væri rétt að hann væri latasti þingmaðurinn. Sagði Brynjar ekki svo vera:

„Ég er að vísu á fleiri frumvörpun án þess að vera frummælandi. Ég er hluti af meirihluta og ríkisstjórn. Við sammælumst um mál sem meirihlutinn leggur áherslu á og eru gjarnan flutt af ráðherrum. Einkaflipp eru ekki vel séð, þótt það eigi vel við stjórnarandstöðuþingmenn. Þeir mega eiga skuldlaust þessi illa unnu frumvörp til að sýnast mín vegna. Ég er ekki þátttakandi í slíku. Kannski yrði ég það ef ég væri hluti af vonlausri stjórnarandstöðu,“

segir Brynjar keikur og nefnir að mæla megi dugnað með öðru en frumvörpum og fyrirspurnum:

„Ef menn halda að vinnusemi þingmanna fari eftir því hvað mörg frumvörp og fyrirspurnir þeir leggi fram eru þeir á miklum villigötum. Þarna er fólk að gjamma sem sést ekki vikum saman á þinginu og eru að sinna allt öðru en þingstörfum ef þau eru þá að sinna einhverjum störfum yfirhöfuð. Það vill helst vera í útlöndum til að geta talað sem víðast niður þing og þjóð,“

segir Brynjar og á augljóslega við Þórhildi Sunnu, sem er einnig er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og hefur því þurft að sinna fundum þar erlendis.

Ekki merki um dugnað

Brynjar segir innihald frumvarpa og fyrirspurna líka skipta máli, ekki sé nóg að benda á fjöldann:

„Svo er það ekki merki um dugnað þingmanna að flytja vitleysis fyrirspurnir og frumvörp í gríð og erg um hluti sem engu máli skiptir. Þarna er nóg af einhvers konar jaðarfólki sem gerir lítið annað en að þyrla upp moldvirði í stað þess að vera í pólitík og hugmyndafræði og sannfæra fólk um hvar hagsmunir þeirra liggi. Má ég þá frekar biðja um óduglegt fólk.“

Aðspurður um hugsjónir sínar á þingi og markmið sagði Brynjar skoðanir sínar öllum ljósar:

„Ég er í liði, svo hefur ekki verið skortur á því að ég komi skoðunum mínum á framfæri við almenning. Ef þú lest alla pistla mína og greinar sérðu strax fyrir hverju ég brenn. Hef sennilega skrifað meira en flestir þingmenn. Öfugt við marga aðra vita kjósendur um skoðanir mínar, sem fylgja ekki því hvernig vindarnir blása hverju sinni, eins og hjá svo mörgum öðrum. Svo er ég laus við sýndarmennsku sem virðist herja illilega á marga þingmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins