fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Eyjan

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sundabraut og stokkur fyrir Miklubraut eru óþarflega dýrar framkvæmdir og ótímabærar, en Reykjavík þarf ljóslausa aðalbraut í gegnum þéttbýlið,“ skrifar Jónas Elíasson, prófessor emeritus á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður orkunefndar Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðið í dag.

Hann segir borgarlínu vera fjarstæðu, í bæði fjárhagslegu og umhverfislegu tilliti og vill hann taka upp skipulagsáformin frá árinu 1965, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum umferðarljósum á Miklubrautinni:

„En eru þá engar umhverfisvænar lausnir í samgöngumálum Reykjavíkur? Þær eru til: Halda áfram með áformin frá því 1965 um ljóslausa leið gegnum höfuðborgina. Hún heitir Miklabraut og umferðartafir eru þar svo miklar í dag að hægt er að reikna út að samanlagðar tafir nema um 100 ársverkum á dag og óþarfa bensíneyðsla er um 10 tonn daglega,“

segir Jónas.

Jarðgöng í stað ljósa

Í staðinn vill hann byggja stutt jarðgöng í gegnum Háaleytið og brýr yfir Grensásveg og Kringlumýrarbraut:

„Þá er hægt að rífa burt umferðarljósin og auka umferðarrýmd um 50%. Til þess þarf viðbótarráðstafanir, við Lönguhlíð og Njarðargötu, en þær eru minna mál. En skipulagshöfðingjar Reykjavíkur vilja þetta ekki, slíkt væri þjónkun við einkabílinn,“

segir Jónas og er afar gagnrýninn á borgaryfirvöld fyrir að setja Miklubrautina í stokk:

„Þarna hefur borgarstjórn greinilega fengið eitursnjalla hugmynd, láta ríkið borga stokkinn og selja síðan lóðirnar. Það telja þeir væntanlega tómum peningakassanum til framdráttar,“

segir Jónas og segir að slíkt hafi verið reynt í Boston (Boston big dig) sem á endanum tók 15 ár og fór langt fram úr kostnaðaráætlunum:

„Langar menn í svona ævintýri? Það þarf enginn að efast um að kostnaðaráætlunin fyrir stokkinn á eftir að þrefaldast, ef ekki tífaldast, þegar byrjað verður að hjakka sig niður í gegn um alla leiðslusúpuna, niður í grágrýtið og lenda þar í vatnsaganum.“

Þá segir Jónas að Sundabrautin muni ekkert gagn gera:

„Í staðinn vilja þeir Sundabraut, sem hefur enga tengingu við stofnbrautakerfi Reykjavíkur utan Elliðaáa nema eftir Gufunesafleggjaranum. Framkvæmd sem gerir eiginlega ekkert gagn fyrir umferðarstíflurnar en er miklu dýrari. En hún hentar sem einkaframkvæmd, sem hægt er að rukka fyrir, er það ástæðan? Þá má kalla hana framhald af Vaðlaheiðargöngunum.“

Samgönguhindrun

Jónas hefur ekki mikla trú á borgaryfirvöldum til þess að breyta um stefnu:

„Því miður er ekki útlit fyrir neina breytingu hjá Reykjavíkurborg. Hún mun standa gegn öllum endurbótum á Miklubrautinni og halda áfram að hlaða niður umferðarljósum og öðrum samgönguhindrunum, hér eftir sem hingað til,“

segir Jónas og telur óraunhæft að Alþingi taki að sér skipulagsvaldið um þjóðvegi í þéttbýli með lagasetningu, sem og að skipt verði um borgarmeirihluta, en hann vill að stofnað verði pólitískt afl vegna samgöngumála í borginni:

„Sú tillaga um Miklubrautina sem hér er lögð fram hefur hvergi sést áður þótt hún liggi algerlega beint við sem lausn á núverandi vandamálum. Það sem til þarf að koma hreyfingu á hlutina er kröftug borgaraleg hreyfing sem pólitíkusar geta ekki sniðgengið. Slíkt hefur skeð áður, minna má á borgarahreyfingu til stuðnings vestrænni samvinnu, Icesave-málið o.fl. Reykjavíkurborg mun dorma áfram í sínu útfjólubláa umhverfisljósi ef ekkert slíkt kemur til. Biðraðirnar hrannast upp svo enginn kemst áfram. Ekki einu sinni strætó.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hart skotið á Eyþór í Silfrinu – „Eyþór hefur ennþá ekki komið hreint fram varðandi tengsl sín við Samherja“

Hart skotið á Eyþór í Silfrinu – „Eyþór hefur ennþá ekki komið hreint fram varðandi tengsl sín við Samherja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“