fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Eyjan

Sonja um uppsagnir ræstingarfólks – „Skammarleg ákvörðun“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 15. maí 2020 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum,. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB.

Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum:

„Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“

segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Í tilkynningu segir að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, eins og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Og nú þegar mikilvægi þeirra starfa ættu að vera öllum ljós ættu stjórnendur stofnunarinnar að leggja sig fram við að bæta kjör og starfsaðstæður þessa láglaunahóps í stað þess að afhenda þeim uppsagnarbréf.

„Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“

segir Sonja.

Hún segir að málið verði rætt á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag og að óskað hafi verið eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi sé sparnaður er ljóst að stofnunin muni ekki ná honum fram á næstu árum.

Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Harðar ásakanir á aðalfundi Eflingar þegar brottrekinn bókari hélt ræðu

Harðar ásakanir á aðalfundi Eflingar þegar brottrekinn bókari hélt ræðu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarþingmaður tekur upp hanskann fyrir Svandísi

Stjórnarþingmaður tekur upp hanskann fyrir Svandísi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðni telur að þetta muni valda meiri dauða en COVID-19 og krabbamein

Guðni telur að þetta muni valda meiri dauða en COVID-19 og krabbamein
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skoða beina fjárstyrki til verst settu sveitarfélaganna

Skoða beina fjárstyrki til verst settu sveitarfélaganna