fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Er virkilega þörf á nýju skrifstofuhúsi Alþingis fyrir 4,4 milljarða ?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. maí 2020 16:34

Teikning af viðbyggingu Alþingis sem rísa á árið 2023. Mynd - Efla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rándýrar skrifstofubyggingar æðstu stofnana ríkisins eru á teikniborðinu, að sögn Björns Jóns Bragasonar, lögfræðings og sagnfræðings, en hann er pistlahöfundur DV. Í nýjasta pistli sínum undir yfirskriftinni „Á þingpöllum“ fer hann yfir þessi áform og lýsir yfir efasemdum um að þörf sé á öllu þessu húsnæði.

Hann bendir á að á sama tíma og gríðarlegur samdráttur sé í efnahagslífinu sé enn gert ráð fyrir byggingu skrifstofuhúss Alþingis, en samkvæmt upplýsingum Framkvæmdasýslu ríkisins er áætlaður kostnaður 4,4 milljarðar króna.

„Geta þingmenn einstakra flokka ekki deilt með sér vinnurými eins og almennt tíðkast á skrifstofum einkafyrirtækja? Var virkilega ástæða til að ráða alls 27 pólitíska aðstoðarmenn þingflokka? Er ekki möguleiki á að spara á fleiri stöðum í skrifstofuhaldi þingsins?“

segir Björn í pistli sínum.

Björn Jón nefnir að fyrir utan viðbyggingu Alþingis séu gríðarlegar framkvæmdir við annað skrifstofuhúsnæði æðstu stofnana ríkisins nú á teikniborðinu, þar á meðal á svokölluðum stjórnarráðsreit:

„Gert er ráð fyrir því að fyrirhugaðar byggingar verði 23.937 fermetrar samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni. Við bætast 21.420 fermetrar í bílageymslum með 849 bílastæðum. Þá hefur komið til tals að reisa 1.672 fermetra dómshús Landsréttar á sömu slóðum.

Enn má spyrja hvort ekki séu tækifæri til hagræðingar í skrifstofuhaldi ráðuneyta sem gætu þá komist af með minna húsnæði.“

Segir menningarsögulegt slys í uppsiglingu

Þá telur Björn Jón að við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg sé í uppsiglingu menningarsögulegt slys og segir sporin hræða þegar að kemur að viðbyggingum við gömul hús í miðbænum:

„Hvers vegna vilja menn troða svo miklu byggingarmagni á jafnlítinn reit á viðkvæmum stað? Í næsta nágrenni má sjá hörmuleg dæmi um mislukkaðar viðbyggingar við gömul hús. Nægir að nefna hæðirnar fjórar ofan á gamla Útvegsbankanum og fúnkíshliðina á Landsbankanum sem snýr út að Pósthússtræti. Stjórnarráðshúsið er þó enn eldri bygging og hefur mun meira sögulegt gildi en bankahúsin tvö.“

Björn Jón veltir því upp í lokin hvort ekki sé ástæða til að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir:

„Á einkamarkaðnum hefur á síðustu árum víða verið unnið að betri nýtingu skrifstofuhúsnæðis og mikil hagræðing átt sér stað. Í þessu efni ætti ríkisvaldið að taka sér einkafyrirtækin til fyrirmyndar. Við þurfum síst af öllu fleiri monthús í gamla bæinn, minnismerki um sóun og flottræfilshátt.“

Sjá pistil Björns í prentútgáfu DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins