fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þingmenn feimnir við að gefa upp fyrirætlanir sínar um framboð á næsta ári

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. maí 2020 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingiskosningar fara fram á næsta ári að óbreyttu, en kjörtímabilinu lýkur í október. Hugmyndir hafa þó verið uppi um að halda kosningar á fyrri helmingi næsta árs, en engar ákvarðanir teknar enn um það.

Samkvæmt Fréttablaðinu eru 26 þingmenn af 63 ákveðnir í að bjóða sig fram að nýju á næsta ári. Sextán sögðust óákveðnir, en 21 þingmaður svaraði engu um fyrirætlanir sínar.

Enginn þingmaður gaf það beint út að hann hygðist ekki gefa kost á sér.

Gunnar Bragi Sveinsson svaraði fyrir hönd þingflokks Miðflokksins og sagði ekki tímabært að velta slíku fyrir sér.

Þá bárust aðeins svör frá fjórum af tíu ráðherrum, frá Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra, Guð­laugi Þór Þórðar­syni, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra og Lilju Al­freðs­dóttur, mennta- og menningar­mála­ráð­herra.

Þau Áslaug, Guðlaugur og Svandís hyggjast gefa kost á sér að nýju en Lilja hefur ekki gert upp hug sinn.

Þá svaraði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis því til að félagar hans í Norðaustur kjördæmi fengu fyrst að vita um fyrirætlanir sínar og því óvíst hvort hann hyggist gefa kost á sér að nýju, en Steingrímur er bæði aldursforseti og sá sem lengst hefur setið á þingi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG