fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Telja að þessi lausn gæti bjargað Laugaveginum – „Staðan er orðin algjörlega óbærileg – Það sést þarna varla maður á ferli“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 10:50

Frá Laugavegi. Mynd- Fréttablaðið - Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að breyta Laugavegi aftur í einstefnugötu og leyfa þar fulla bílaumferð myndi auka líkur á frekari verslun á svæðinu, þrátt fyrir áhrif kórónuveirunnar, þar sem einkabíllinn hafi styrkt stöðu sína á tímum samkomubanns og smithættu.

Þetta er álit Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins og kaupmanna við götuna. Morgunblaðið greinir frá.

Erlendir ferðamenn eru fáir eftir á Íslandi, ef einhverjir. Fyrir tveimur vikum var talið að þeir væru aðeins um 100-500 hér á landi, en ferðabönn í kjölfar Covid-19 hafa dregið nánast alfarið úr ferðamannastraumnum hingað til lands.

Laugavegurinn er ekki svipur hjá sjón fyrir vikið. Þar er nú varla sál á ferli og ljóst að áhrif kórónuveirunnar eru mikil.

Einstefnan myndi hjálpa

Kaupmenn við götuna segja hinsvegar við Morgunblaðið í dag að aðrar skýringar liggi einnig að baki. Telja þeir að breytingar á akstursstefnu Laugavegar í fyrrasumar hafi að minnsta kosti ekki hjálpað.

Með því að breyta Laugavegi aftur í einstefnugötu, muni það hinsvegar auka líkurnar á að fólk komi aftur í miðbæinn:

„Það er fáránlegt að snúa götunni svona við nú þegar ástandið er eins og það er í þjóðfélaginu. Auðvitað á að taka af þessa hringavitleysu sem enginn botnar neitt í,“

er haft eftir eiganda Brynju, Brynjólfi Björnssyni, en sem kunnugt er þá var akstursstefnu Laugavegar breytt í fyrrasumar, þannig að keyra mátti upp Laugaveginn, en aðeins á litlum kafla frá Klapparstíg að Frakkastíg. Þetta varð til þess að fjöldi manns braut umferðarlögin óafvitandi, enda akstursstefnan verið óbreytt í einstefnu frá 1932, eða í 87 ár.

Kvartað var yfir þessu þá af mörgum kaupmönnum og sú gagnrýni er enn uppi:

„Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona bull og að ekki sé búið að taka þetta af núna er ótrúlegt,“

segir Brynjólfur við Morgunblaðið og bætir við að Laugavegurinn muni breytast mikið vegna þess ástands sem nú sé uppi:

„Túrismanum, veitingastöðum og hótelum var óhindrað hleypt af stað hérna. Núna er þetta allt að hrynja og eftir munu standa tóm pláss.“

Dauðs manns gröf að óbreyttu

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, tekur í sama streng og segir undarlegt að meirihlutinn geri ekki meira til að bæta aðgengi að verslunargötunni nú, einmitt þegar brýnni nauðsyn beri til:

„Þegar borgin sneri einstefnunni á sínum tíma var það hrein og klár ögrun við kaupmenn. Og það sér ekki nokkur maður tilganginn með þessari aðgerð. Það eina sem hún gerir er að rugla fólk og búa til stjórnleysi að ástæðulausu,“

segir Vigdís sem lagði til í síðasta mánuði á fundi borgarráðs, fulla opnum Laugavegar og að aftur yrði breytt í einstefnu. Tillögunni var hafnað.

„Staðan er orðin algjörlega óbærileg hjá þessu fólki sem er að reyna að halda þarna úti rekstri. Fyrst þurfti þetta fólk að glíma við þráhyggju meirihlutans fyrir lokunum og svo skellur veiran á. Þetta svæði verður dauðs manns gröf. Það sést þarna varla maður á ferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“