fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku – Verður forstjóri Hornsteins

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 08:36

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaformaður Viðreisnar, þingmaðurinn Þorsteinn Víglundsson, ætlar að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl til að taka að sér „spennandi“ starf á vettvangi atvinnulífsins.

Hann segir einnig af sér varaformmennsku í flokknum. Hann greinir frá þessu á Facebook:

Síðdegis í gær tilkynnti ég Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis að ég hefði tekið ákvörðun um að segja af mér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins.

Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma.

Þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun er mér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem ég hef öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi.

Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni.

Þorsteinn verður forstjóri  Eign­ar­halds­fé­lags­ins Horn­steins ehf, sem á og rekur þrjú félög, BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna.

Þorsteinn var forstjóri BM Vallár frá 2002 til 2010.

Þorsteinn er fyrrverandi félags og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn VIðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Hann var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann var kosinn á þing árið 2016.

Þorbjörg tekur við

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur, tekur sæti sem þingmaður af Þorsteini, samkvæmt tilkynningu frá Viðreisn.

Þorbjörg er saksóknari hjá ríkissaksóknara. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og lauk einnig framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra. Þorbjörg er jafnframt pistlahöfundur á Fréttablaðinu.

„Ég hef gaman af krefjandi verkefnum, kem úr þannig starfsumhverfi og finnst spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar,“

segir Þorbjörg í tilkynningu.

Þess skal getið að Þorbjörg er fyrrverandi eiginkona Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sér á eftir Þorsteini:

„Það er auðvitað vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem ég veit að hefur bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram  þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega