fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Guðni kallar eftir aðgerðum – „Vöru­skort­ur get­ur orðið af­leiðing af kór­ónu­veirunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslensk­ar land­búnaðar­af­urðir eru kaskó­trygg­ing þjóðar­inn­ar,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann bendir á að um 50 lönd hafi nú stöðvað vöruflutninga til umheimsins og ein afleiðing kórónuveirunnar geti verið vöruskortur. Hann spyr hvernig stjórnvöld hyggist bregðast við:

„Hvað ætli rík­is­stjórn­in bjóði bænd­um nú? Nú er tæki­færi til að styrkja innviði græn­met­is­fram­leiðslunn­ar og bæta sam­keppn­is­stöðu mat­væla sem fram­leidd eru í guðs grænni nátt­úr­unni í gróður­hús­um við jarðhita og lýs­ingu frá orku­lind­um Íslands. Betri gjöf gæti rík­is­stjórn­in ekki gefið þjóð sinni á tím­um hinn­ar breyttu heims­mynd­ar.“

Guðni vill að raforkuverð verði lækkað til gróðurhúsa svo hefja megi græna stóriðju; matvælaframleiðslu:

„Við eig­um að ráða við að fram­leiða allt það græn­meti sem í dag er flutt inn og ræktað í er­lend­um gróður­hús­um, með okk­ar eig­in vist­væna raf­magni og jarðhita,“

segir Guðni.

Allt of mikið innflutt

Guðni álásar matvælalöggjöf Evrópusambandsins og segir hana ástæðu þess að Ísland sé á góðri leið með að færa garðyrkjuna úr landi:

„Tök­um gróður­húsa­fram­leiðsluna á síðasta ári sem dæmi. Við flutt­um inn 1.500 tonn af tómöt­um eða 56% neysl­unn­ar. Af papriku flutt­um við inn 1.600 tonn eða 89% þess sem neytt er í land­inu. Af sal­ati 1.300 tonn eða 76%. Gúrk­an ein held­ur velli, en af henni eru aðeins flutt inn 55 tonn eða um 3% neysl­unn­ar. Af svepp­um eru flutt inn 330 tonn eða 37%. Við flytj­um inn 1.055 tonn af blóm­um. Inn­flutn­ing­ur­inn hef­ur auk­ist gríðarlega ár frá ári eft­ir 2011/

Hið holla og magnaða úti­ræktaða græn­meti úr hreinni móður jörð fór að gefa veru­lega eft­ir þegar mat­væla­lög­gjöf ESB tók að bíta. Inn voru flutt af blóm­káli 620 tonn árið 2019, eða 89% neysl­unn­ar. Af gul­rót­um 980 tonn eða 52. Af hvít­káli 607 tonn eða 71%. Af kína­káli 154 tonn eða 84%. Af spergilkáli 500 tonn eða 83%. Gul­róf­ur og kart­öfl­ur standa sig vel, aðeins 13% af neysl­unni af hvorri teg­und eru flutt inn,“

segir Guðni og nefnir að breyttar aðstæður í heiminum kalli á að grænir fingur grænmetisbænda verði virkjaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum