fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Kjaraskerðingu hjúkrunarfræðinga frestað – Stefna á grundvallarbreytingar á vaktavinnufyrirkomulaginu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. apríl 2020 18:58

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að framlengja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, til Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.

Vaktaálagsaukanum var upphaflega komið á fyrir þremur árum og var um að ræða tilraunaverkefni til að hvetja hjúkrunarfræðinga til að vinna utan hefðbundins dagvinnutíma, en illa gekk að manna þær vaktir. Verkefnið átti upphaflega að standa yfir í sex mánuði en var ítrekað framlengt. Til að hagræða í fjármálum spítalans átti verkefninu svo loks að ljúka um áramótin og fengu hjúkrunarfræðingar þessar greiðslur ekki núna um mánaðamótin.  Slíkt reyndist mörgum hjúkrunarfræðingur nokkur skellur enda um mikið álag í störfum þeirra að ræða vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að framlengja verkefnið næstu mánuði eða allt að 1. október næstkomandi.

„Við ætlum að gera grundvallarbreytingar í þeim samningum sem eru í farvatninu á vaktavinnufyrirkomulaginu. Vonandi hjálpar framlenging á greiðslum fyrir álag vegna vakta til að ljúka kjaraviðræðum samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga farsællega. Ég vil trúa því,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni á vefi stjórnarráðsins.

,,Þegar horft er til þeirra alvarlegu aðstæðna sem nú eru uppi í heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19, þar sem álag á heilbrigðisstéttir er meira en nokkru sinni, tel ég augljóst að ráðstafanir sem skerða kjör hjúkrunarfræðinga eru fráleitar,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur.

Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir um langa hríð og lítið að þokast áfram í viðræðum. Ríkissáttasemjari boðaði aðila þó á fund næstkomandi mánudag. Ekki er ljóst í hverju grundvallarbreyting á vaktafyrirkomulaginu felst og verður því fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ekki fleiri monthús í miðbæinn

Ekki fleiri monthús í miðbæinn