fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Bjarnheiði ofbýður og kemur Bláa lóninu til varnar – „Ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. apríl 2020 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér ofbýður algjörlega málflutningur fólks sem setur dæmið þannig upp að einstök fyrirtæki séu að misnota þessar aðstæður, með því að láta skattgreiðendur borga rekstrarkostnað fyrirtækjanna,“

segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í aðsendri grein á Vísi hvar hún útlistar flestu því sem henni ofbýður í umræðunni um afleiðingarnar vegna kórónuveirunnar.

Ofbýður umræðan

Margir hafa gagnrýnt að fyrirtæki í ferðaþjónustu, til dæmis Bláa lónið, sem gengið hafi afar vel undanfarin ár og milljarða í arð til eigenda sinna, fái aðstoð úr ríkissjóði vegna áhrifa kórónuveirunnar. Þannig sé almenningur að „gefa“ auðmönnum peningana sína, sem þurfi kannski síst á þeim að halda.

Deilingar um þetta eru áberandi á samfélagsmiðlum þar sem Bláa lónið virðist sérstakur skotspónn, en arðgreiðslur Bláa lónsins frá 2012 til 2019 námu samtals 12.3 milljörðum króna.

Bjarnheiður segir óskiljanlegt að þessu sé stillt þannig upp, því fyrirtækin eigi sömu hagsmuna að gæta og heimilin í landinu:

„Mér ofbýður sömuleiðis að verið sé að stilla fyrirtækjum upp sem einhverjum óháðum einingum, ríkjum í ríkinu, sem hafa það eitt að markmiði að mergsjúga bæði launþega og sameiginlega sjóði. Fyrirtæki eru ekkert annað en fólkið sem stendur á bakvið þau. Fólk og venjulegar fjölskyldur sem hafa oft lagt allt sitt undir – hafa fjárfest bæði með fjármunum, hugviti og ómældri vinnu. Hafa greitt skatta og skyldur bæði af reglulegri starfsemi og ekki síður þeim arði sem sum þeirra hafa skilað á undanförnum árum. Fyrirtækin og launþegarnir, þ.e. heimilin í landinu, eiga sömu hagsmuna að gæta í þessu tilliti og hvorugur hópurinn getur án hins verið.“

Greiðsla arðs sé gleðiefni

Bjarnheiður nefnir að arðgreiðslur séu ekki af hinu illa:

„Mér ofbýður líka að það sé gert tortryggilegt að fyrirtæki skili arði og að það sé ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka eða hreinlega glæpsamlegrar starfsemi. Þegar fyrirtæki skila arði, þá eru það nefnilega ekki bara eigendur þeirra sem fá ávöxtun sinnar fjárfestingar heldur ekki síður sameiginlegir sjóðir okkar. Það eru einkafyrirtækin í landinu sem hafa aflað gríðarlega tekna fyrir ríkissjóð á umliðnum árum með því að greiða skatta og gjöld ásamt því að hafa skapað þúsundir starfa í landinu. Það má líka nefna að eigendur fyrirtækja nota gjarnan arðgreiðslur til að standa skil á persónulegum lánum sem þeir hafa tekið til að koma fyrirtækjum sínum á fót. Það er því í mínum huga almennt gleðiefni fyrir alla, ef fyrirtæki skila arði.“

Ofbýður líka verkalýðsforystan

Bjarnheiður lætur verkalýðsforystuna einnig heyra það:

„Mér ofbýður þar að auki að verkalýðsforystan komi með og fái að vaða uppi með órökstuddar fullyrðingar um það að atvinnurekendur séu að nýta sér ástandið og láta launþega vinna meira en þeim ber. Það er vanvirðing bæði við atvinnurekendur og launþega, sem er stillt upp sem viljalausum verkfærum, ómeðvituðum um réttindi sín og skyldur.“

Að lokum áréttar Bjarnheiður að hlutastarfaleiðin skili sér til launþegana, en ekki fyrirtækjanna sjálfra:

„Eftir sitja þó fyrirtækin með 25% launakostnað, sem þau þurfa að standa skil á, þó að engar tekjur komi inn. Það ber vott um mikla vanþekkingu á fyrirtækjarekstri að halda að fyrirtæki geti greitt rekstrarkostnað mánuðum saman, án þess að hafa tekjur. Launþegar geta á móti sótt um bætur til Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem er fjármagnaður af tryggingagjaldi sem fyrirtækin greiða. Það eru því ekki fyrirtækin sem eru að fá þessa fjármuni, heldur launþegarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“