fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi klofinn og Ármann ljúgi til um stöðuna – „Að sjálfsögðu er ósætti“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. apríl 2020 12:38

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi, segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, ekki fara rétt með í viðtali við Mannlíf í dag, þar sem hann neitar fyrir að ósætti sé innan bæjarstjórnar og hann sé að hætta sem bæjarstjóri:

„Ég skil hvorki upp né niður í þeim fréttaflutningi. Það er nákvæmlega ekkert til í þessu. Það gengur allt mjög vel í Kópavogi og það hefur aldrei hvarflað að mér að hætta. Ég er ekki á leiðinni út,“

segir Ármann.

Flokkurinn klofinn

Theodóra segir þetta ekki rétt:

„Er allt í lagi í bæjarstjórn Kópavogs Ármann? Það er svo magnað þegar fólk stekkur af stað með kústinn til að reyna að láta allt líta vel út, út á við, þegar það er allt í klessu,“

segir hún og bætir við:

„Ef frásögnin væri nærri sannleikanum gætum við byrjað hér: Er ósætti í bæjarstjórn Kópavogs? Bæjarstjórinn neitar en það er rangt hjá honum. Að sjálfsögðu er ósætti í bæjarstjórn. Alvarlegasta ósættið er innan Sjálfstæðisflokksins sem er klofinn í herðar niður. Ákveðinn hluti flokksins með hina svokölluðu þremenninga í fylkingarbrjósti hefur gert ítrekaðar tilraunir til að velta bæjarstjóranum úr sessi. Það er hins vegar ekki mitt hlutverk að útskýra það, Ármann ætti sjálfur að opinbera það. Sannast sagna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórntækur því þar er hver höndin upp á móti annarri og kjarninn í meirihlutanum sjálfum er langt í frá heill.“

Bitnar á bæjarbúum

Theodóra segir að bæjarbúar geldi fyrir óstjórnina hjá meirihlutanum:

 „Hverjar eru afleiðingarnar? Þetta ósætti bitnar ekki bara á sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Það bitnar á öllum Kópavogsbúum því það gengur allt á hálfum hraða. Tja nema skipulagsmálin á Fannborgarreitnum. Meirihlutinn keyrir þau í gegn á sama tíma og fólki er óheimilt að koma saman. Þau keyra það í gegn með Framsóknarflokkinn í fararbroddi í skipulagsmálum sem er stórfurðulegt því sá flokkur var iðinn við bókanir um sama reit á síðasta kjörtímabili. Þær bókanir gengu gegn þessari framkvæmd. Þær fjöllluðu um mikilvægi þess að í Fannborginni ættum við að hafa forgang um samstarf við byggingarsamvinnufélög ofl. Greidd voru atkvæði gegn Borgarlínunni og svona mætti halda áfram. Nú hefur orðið kúvending, fyrri skoðanir skipta engu máli og þar virðast engin prinsipp ráða för. Fannborgarreiturinn er risavaxið skipulagsmál þar sem verið er að fara úr 5.000 fm í 28.000 fm. Aldrei í veröldinni hefði mér dottið í hug að svo margir fermetrar væru á dagskrá þegar við seldum Fannborgarhúsin. Þar fyrir utan er tillagan misheppnuð í alla staði og munum við í BF Viðreisn aldrei samþykkja hana.

Þurfi að hysja upp um sig

„Ég skora á Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi að endurskoða þessa tillögu og rifja upp þau gildi og þá framtíðarsýn sem bæjarstjórn samþykkti í þverpólitískri sátt á síðasta kjörtímabili. Mér sýnist reyndar þeim ekkert veita af því að rifja líka upp málefnasamninginn sem varð grundvöllur að samstarfi núverandi meirihluta sem hófst á vormánuðum 2018. Eftir upprifjunina væri svo eðlilegt að fara að vinna eftir þeim samningi. Það má til gamans geta að þar voru meira eða minna öll þau verkefni sem BF og XD voru byrjuð á á kjörtímabilinu þar á undan. En koma svo… hysja upp um sig og fara að vinna!!“

segir Theoróra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“