fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 16:08

Hafnarfjörður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti einróma í dag aðgerðaáætlun til þess að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins. Áætlunin er í 11 liðum þar sem heilsa og velferð íbúa og starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar er sett í forgang, samhliða því sem brugðist er við efnahagslegum áhrifum faraldursins á íbúa, félög og fyrirtæki, auk sveitarfélagsins sjálfs.

Samkvæmt áætluninni verður létt á mánaðarlegri greiðslubyrði íbúa og fyrirtækja með fjölgun gjalddaga fasteignaskatta og -gjalda, þ.m.t. lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsgjalds.

Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir meira en 25% tekjutapi vegna faraldursins sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og -gjalda fram á næsta ár.

Gjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða leiðrétt í hlutfalli við þá skerðingu á þjónustu sem rekja má til faraldursins.

Sama á við um árskort á sundstaði og í bókasafn Hafnarfjarðar sem framlengd verða sem nemur skertum afgreiðslutímum.

Áhersla verður lögð á að hraða skipulagsvinnu á uppbyggingarsvæðum og að auka viðhaldsframkvæmdir og uppbyggingu innviða.

Reynt verður að finna leiðir til þess að hagræða enn frekar í rekstri bæjarins, kannaðir verði möguleikar á sölu eigna og gætt að lausafjárstöðu bæjarfélagsins með nýrri fjármögnun.

Komið verður til móts við íþrótta- og tómstundafélög í bænum með það að markmiði að verja rekstur þeirra og starfsemi.

Leitað verður leiða til þess að standa vörð um menningar- og listalíf bæjarins og að efla skapandi greinar. Þá verður leitað verkefna sem hentað gætu hafnfirsku námsfólki og frumkvöðlum til vinnslu í tímabundnum störfum eða verktöku.

Einhugur

„Mikill einhugur er í bæjarstjórn um að bregðast við afleiðingum faraldursins með skjótum og markvissum aðgerðum. Á tímum sem þessum ríður á að standa saman og bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar hafa ekki vikið sér frá þeirri ábyrgð. Aðgerðirnar miða að því að lágmarka áhrif þeirrar niðursveiflu sem óhjákvæmileg er og standa um leið vörð um þjónustu bæjarfélagsins. Við leggjum áherslu á að hér er um fyrstu aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar að ræða og munum við grípa til frekari aðgerða eftir þörfum,“

segir  Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“