fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Eyjan

Isavia hjólar í Sameyki stéttarfélag vegna uppsagna – „Lítur út fyrir að verið sé að ganga erinda fárra“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 09:54

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa á starfsemi Keflavíkurflugvallar sem vara munu í lengri tíma. Þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur boðið varðandi skert starfshlutföll eru úrræði sem hugsuð eru til skemmri tíma og því hefði verið óábyrgt að fara gegn markmiðum úrræðisins eins og formaður Sameykis hvetur til,“

segir í tilkynningu frá Isavia vegna yfirlýsingar Sameykis stéttarfélags í gær þar sem lýst var furðu á uppsögnum Isavia.

Samfélagsleg ábyrgð

Isavia segir að með aðgerðum sínum sé félagið að sýna samfélagslega ábyrgð:

„Einnig lítur út fyrir að formaðurinn sé að kalla eftir því að félagsmenn stéttarfélagsins hefðu verið settir í lækkað starfshlutfall, og fengið þar með lægri laun næstu mánuði, sem er einmitt það sem Isavia var að reyna að koma í veg fyrir. Isavia vill þvert á móti freista þess að halda þeim starfsmönnum sem verða fyrir skammtímaáhrifum vegna Covid-19, í fullum störfum og greiða þeim full laun meðan verið er að komast í gegnum þennan erfiða tíma og sýna þannig samfélagslega ábyrgð með því að færa ekki þær byrðar yfir á ríkið næstu mánuði.“

Þá telur Isavia að eitthvað meira liggi að baki hjá Sameyki:

„Isavia lýsir því furðu sinni yfir þessari tilkynningu stjórnar Sameykis og yfirlýsingum formannsins því það lítur út fyrir að verið sé að ganga erinda fárra á kostnað meirihluta félagsmanna stéttarfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ekki fleiri monthús í miðbæinn

Ekki fleiri monthús í miðbæinn