fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Brim greiðir út tæpa tvo milljarða í arð í apríl – Stjórnarmenn fá 300 þúsund á mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 12:15

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Brims hefur ákveðið að 1.9 milljarðar verði greiddir út í arðgreiðslur til hluthafa sinna vegna rekstrarársins 2019. Verður arðurinn greiddur út þann 30. apríl samkvæmt tilkynningu á vef fyrirtækisins, en þetta var samþykkt á aðalfundi Brims í gær:

„Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“

Þá var einnig samþykkt að þóknun stjórnarmanna á næsta ári yrði 300 þúsund krónur á mánuði. Fær varaformaður 450 þúsund og formaður 600 þúsund.

Þá var einnig kosið í stjórn félagsins, en þar voru kjörin Anna G. Sverrisdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Kristján Þ. Davíðsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson.

Brim er meðal fyrirtækja sem metin eru þjóðhagslega mikilvæg og fá undanþágu frá samkomubanni vegna Covid-19 faraldursins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir