fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Eyjan

Segir björgunarpakkann ekki ná til þeirra bágstöddustu – „Bank­arn­ir geta beðið. Við eig­um það inni hjá þeim.“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ekki að koma til móts við þau bág­stödd­ustu í sam­fé­lag­inu. Þau gleym­ast eina ferðina enn. Ég segi gleym­ast því ekki ætla ég rík­is­stjórn­inni að hafa lagt í björg­un­ar­leiðang­ur þar sem viðkvæm­ustu þjóðfé­lagsþegn­arn­ir eru vilj­andi skild­ir eft­ir á flæðiskeri. Stjórn­ar­liðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyr­ir það læt­ur rík­is­stjórn­in fá­tækt fólk enn bíða eft­ir rétt­læt­inu,“

segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 ekki ná til þeirra sem mest þurfa á honum að halda:

„Er furða þótt ég sé undr­andi á aðgerðarpakk­an­um sem aug­ljós­lega er ætlað að slá skjald­borg um fyr­ir­tæk­in og fjár­magn­söfl­in á kostnað al­menn­ings og heim­il­anna í land­inu? Eru aðgerðirn­ar sniðnar að ör­yrkj­um og öldruðum sem enga fram­færslu hafa um­fram strípaða fram­færslu al­manna­trygg­inga? Hvað með heim­il­is­laus sem lifa nú við öm­ur­legri aðstæður en nokkru sinni fyrr? Telja má víst að þörf­in fyr­ir starf­semi SÁÁ verði af aug­ljós­um ástæðum aldrei meiri en í kjöl­far þess áfalls sem við verðum fyr­ir nú. Sam­tök­in missa nú mest­allt sjálfsafla­fé. Erum við að verja þau þessu áfalli? Svör­in eru nei.“

Bankarnir geta beðið

Inga segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hamra á því að Ísland standi vel að vígi efnahagslega og eigi að geta varið heimili og fyrirtæki gegn áhrifum Covid-19. Hún skorar hinsvegar á lánastofnanir að fresta öllum greiðsluseðlum og segir bankana geta beðið:

„Ég lýsi undr­un á að greiðslu­byrði hús­næðislána heim­il­anna bera enn sömu vexti og samið var um fyr­ir daga vaxta­lækk­ana Seðlabank­ans, um leið og nú á að lækka banka­skatt­inn strax um 11 millj­arða króna. Er það rétt for­gangs­röðun á al­manna­fé að hjálpa bönk­un­um sem settu okk­ur á haus­inn 2008? Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þess­ar aðgerðir nýt­ist viðskipta­vin­um þeirra, þá send­ir rík­is­stjórn­in þeim vin­sam­leg til­mæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við sit­ur.

Í kjöl­far hruns­ins sótti margt fólk vinnu og tekj­ur til annarra landa, s.s. Nor­egs. Þannig tókst mörg­um að standa í skil­um. Nú er þessi mögu­leiki lokaður. Ég skora því á all­ar lána­stofn­an­ir lands­ins að setja heim­il­in í skulda­skjól; senda ekki einn ein­asta greiðslu­seðil út fyrr en við sjá­um til lands í þeirri miklu óvissu sem nú rík­ir. Rík­is­stjórn­in ætti að beita sér fyr­ir þessu. Bank­arn­ir geta beðið. Við eig­um það inni hjá þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“