fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Segir Samfylkingu „lýðsleikjuflokk“ í tilvistarkreppu og sakar stjórnarandstöðuna um „óábyrg yfirboð“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 12:21

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á aðgerðir stjórnvalda vegna Covid- 19. Stjórnarandstaðan gaf út í dag sameinaða áætlun sína um 30 milljarða innspýtingu í efnahagslífið vegna áhrifa veirunnar, sem Brynjar segir óábyrgt yfirboð:

Óábyrgt yfirboð

Brynjar segir:

„Athyglisvert að horfa á umræður á þinginu um aðgerðarpakka stjórnvalda við þessari einstöku efnahagslegu kreppu. Næstum því þess virði að kaupa sér popp og kók. Þeir sem kalla sig frjálslyndu umbótaöflin stunda óábyrg yfirboð sem aldrei fyrr. Nú er ekki sérstaklega góður tími fyrir þá flokka sem halda að frjálslyndi og umbætur felist í því að ganga í ESB og kasta krónunni og allra síst þess flokks sem eingöngu var stofnaður í þeim tilgangi. Kreppur geta verið margs konar, tilvistarkreppa er ein sú algengasta. Þá er svo sem ekki mikið annað að gera til að halda lífi en að festast í lýðsleikju, eins og Villi Bjarna vinur minn kallar það,“

segir Brynjar og bætir við:

„Við þessar aðstæður vonar maður að frjálslyndu umbótaöflin átti sig á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og að almannahagsmunir felist í því að hér sé samkeppnishæfur landbúnaður og sjávarútvegur. Einnig ætti öllum að vera nú ljóst, líka lýðsleikjuflokkunum, að Brusselvaldið hefur engan áhuga á einstökum ríkjum sambandsins. Þar á bæ er hver sjálfum sér næstur þegar eitthvað bjátar á.“

Sjá nánar: Stjórnarandstaðan vill að meira sé gert vegna Covid – 19 – Sameinast um 30 milljarða innspýtingu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekki fleiri monthús í miðbæinn

Ekki fleiri monthús í miðbæinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kallað eftir ofursköttum vegna „sumargjafar“ Samherja

Kallað eftir ofursköttum vegna „sumargjafar“ Samherja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair