fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Eyjan

Telur nauðsynlegt að byggja þrátt fyrir samdrátt, sem sé áhyggjuefni – „Mikilvægt er að gera góðar áætlanir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. mars 2020 13:00

Menn í vinnu. Myndin tengist fréttinni ekki beint, hér er enginn hægagangur á ferð. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fækkun íbúða í byggingu er mikið áhyggjuefni að mati Húsnæðis – og mannvirkjastofnunar (HMS). Alls 42% samdráttur er í byggingum á fyrstu byggingarstigum á milli ára. Þetta kemur fram í talningu Samtaka iðnaðarins (SI) sem birt var í dag og Eyjan greindi frá í morgun.

Samkvæmt talningunni fækkaði íbúðum á fyrstu byggingarstigum, „að fokheldu“, um ríflega 1.000 íbúðir frá sama tíma í fyrra sem er ríflega helmings fækkun frá fyrri spám. Leita þarf aftur til áranna 2011 og 2012 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu nýrra íbúða. Ef ekki verður brugðist við má innan fárra ára búast við svipuðum skorti á íbúðarhúsnæði og þeim sem Íslendingar upplifðu árið 2017.

„Þrátt fyrir að talsvert sé af nýjum íbúðum í sölu núna verður staðan fljótlega önnur ef samdráttur í nýbyggingum verður jafn mikill og talning SI sýnir. Það framboð sem er til staðar af nýju íbúðarhúsnæði í dag er mun minna en á fyrstu árunum eftir bankahrunið og því gæti alvarlegur húsnæðisskortur, með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs, látið á sér á kræla á ný ef ekkert er að gert. Á sama tíma hefði það neikvæð áhrif á byggingariðnaðinn þar sem störfum myndi fækka og verðmæti fara forgörðum. Afar mikilvægt er að gera góðar áætlanir á tímum sem þessum og fylgja þeim þrátt fyrir tímabunda óvissu í íslensku efnahagslífi,“

segir Hermann Jónasson, forstjóri HMS.

Þörf fyrir 1.800 nýjar íbúðir á ári – útlit fyrir að það náist ekki á næstu árum

Meira hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á síðustu árum og líklegt er að framboð komi til með  að aukast á næstunni vegna fækkunar erlendra ríkisborgara og minni Airbnb útleigu vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem nú ríkir.

Þetta dugir þó ekki til við að mæta íbúðaþörf næstu ára, að mati HMS. Halda þarf áfram að byggja. Að mati HMS er enn óuppfyllt þörf fyrir nýjar íbúðir á landinu öllu, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu.

HMS hefur lagt mat á hugsanleg áhrif vegna Covid-19 faraldursins og telur að í ljósi aðstæðna sé ástæða til að gæta aukinnar varkárni og horfa frekar til þess að miða við 1.500 íbúða uppbyggingu á ári næstu 2-4 árin.  Verði samdráttur í byggingariðnaði viðlíka þeim sem var á árunum eftir bankahrunið telur HMS að markmiðið um 1.500 íbúðir á ári muni ekki nást. Byggingartími íbúðarhúsnæðis, allt frá teikningum til sölu íbúða, er yfirleitt nokkur ár og því er mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni til að sveitarfélög og aðrir aðilar geti jafnað út sveiflur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“