fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Einnota umboðssvik?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. mars 2020 08:41

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar:

Í skrifum mínum undanfarin misseri hef ég endurtekið vakið athygli manna á óheimilli meðferð Hæstaréttar landsins á ákvæði almennra hegningarlaga um umboðssvik. Samkvæmt skýrum texta laganna er ekki unnt að telja sakaða menn hafa brotið gegn þessu ákvæði, nema sannast hafi á þá tilgangur til að auðga sjálfa sig eða aðra með háttsemi sinni.

Svo er að sjá að rétturinn hafi haft einhvern sérstakan vilja til að refsa þessum sökuðu mönnum án þess að lagaskilyrðinu hafi verið fullnægt og þar með valdið þeim og ástvinum þeirra miklu böli. Rétturinn henti því út þessu einfalda skilyrði fyrir refsingum og ákvað í staðinn að nægilegt væri að sakborningur hefði með háttsemi sinni valdið verulegri hættu á að sá sem unnið var fyrir (banki) yrði fyrir tjóni.

Til þess arna var engin heimild, en þeir sem fara með vald, sem þeir þurfa ekki að bera neina ábyrgð á, virðast stundum hafa tilhneigingu til að gera bara það sem þeim sýnist. Reyndar var höfuðið bitið af skömminni í mörgum þessara mála með því að sakborningarnir höfðu ekki valdið neinni hættu á tjóni, því þeir voru að selja hlutabréf í bankanum, sem hefðu orðið verðlaus í hruninu hvort sem bankinn hefði átt þau áfram eða verið búinn að selja þau.

Nú hefur komið í ljós með óvæntum hætti hvaða áhrif þessi undarlega dómaframkvæmd hefur á lífið í landinu. Margir hafa nefnilega áttað sig á að Hæstiréttur landsins hefur tekið ákvörðun um að refsa beri mönnum fyrir auðgunarbrot ef þeir gera sig „seka“ um að gera í viðskiptum áhættusama samninga. Þetta er auðvitað galið, því flestir viðskiptasamningar fela í sér einhverja áhættu fyrir samningsaðila og getur hún stundum talist veruleg.

Til dæmis er nú ljóst að bankar geta ekki veitt viðskiptamönnum sínum, sem eru í vandræðum vegna veirufaraldursins, lánafyrirgreiðslu nema þeir geti sett „klossöruggar“ tryggingar fyrir endurgreiðslu af sinni hálfu. Gildir þá einu þó að ríkissjóður hafi lofast til að ábyrgjast bankanum helming lánsins, sem viðskiptavinurinn fær.

Getur verið að dómarar við æðsta dómstól landsins hafi ekki meiri skilning á mannlífinu í landinu, að þeir telji sig geta „skapað“ svona rétt? Kannski þessi réttarsköpun hafi verið einnota?

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekki fleiri monthús í miðbæinn

Ekki fleiri monthús í miðbæinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kallað eftir ofursköttum vegna „sumargjafar“ Samherja

Kallað eftir ofursköttum vegna „sumargjafar“ Samherja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair