fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Eyjan

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignina? spyr Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka í aðsendri grein á Vísi.

Svarið er já samkvæmt Birni, alltént fyrir þá sem ekki eiga ógrynni af peningum og finna brýna þörf til þess í núverandi ástandi:

„Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg.“

Hann ítrekar að aðeins þeir sem telja brýna þörf á slíkri úttekt ættu að láta slag standa, þar sem slík úttekt gæti fórnað hagsmunum framtíðarinnar.

Ein af aðgerðum stjórnvalda

Undir venjulegum kringumstæðum stendur almenningi ekki til boða að taka út séreignarsparnað sinn fyrr en við 60 ára aldur.

Hinsvegar hefur nú verið opnað fyrir undanþágu frá þeirri reglu, sem er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldurins.

Heimildin er á þennan veg:

  • Opin öllum óháð aldri
  • Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna
  • Greiddur er skattur af úttektinni
  • Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR

Björn ítrekar mikilvægi þess að allir nýti sér viðbótarlífeyrissparnaðinn og mótframlag vinnuveitanda upp á 2-4 prósent, sem sé í raun launahækkun.

„Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“