fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Eyjan

Útgerðirnar vilja frestun veiðigjalda vegna Covid-19 – Segja rekstrarforsendur brostnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. mars 2020 15:16

Mynd af vef SFS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til þess að gefa sjávarútvegsfyrirtækjum ráðrúm til að mæta tekjuhruni þyrfti að horfa til tímabundinnar niðurfellingar eða frestunar tekjuöflunar sem er íþyngjandi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, auk þeirra almennu aðgerða sem frumvarpið tiltekur. Því fara samtökin þess á leit við nefndina að gerðar verði breytingar á frumvarpinu þess efnis að frestun á greiðslu veiðigjalds verði sömuleiðis að veruleika við þessar aðstæður, líkt og raunin er um aðra skatta og gjöld samkvæmt þessu frumvarpi,“

segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) vegna frumvarps stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Kjarninn greinir frá.

Forsendur brostnar

Þar segir að forsendur veiðigjalds séu brostnar:

„Íslenskur sjávarútvegur greiðir sérstakt gjald af lönduðum afla, veiðigjald. Gjaldið er 33% af reiknaðri afkomu hvers nytjastofns og er innheimt mánaðarlega. m Rekstrarforsendur tveimur árum fyrir álagningu ráða fjárhæð veiðigjaldsins. Rekstrarforsendur eru hins vegar að verulegu leyti brostnar með fordæmalausum hætti. Veiðigjald er því innheimt í efnahagslegum hamförum, byggt á upplýsingum úr rekstri þegar til muna betur áraði.“

Einnig er farið er fram á að sérstökum gjöldum sem stunda sjókvíaeldi verði frestað eða felld niður út 2021, svo meira svigrúm veitist til að bregðast við tekjusamdrætti.

Gæti leitt til hruns

Í umsögninni er sagt að íslenskur sjávarútvegur gæti staðið á brauðfótum ef svörtustu spár um Covid-19 gangi eftir:

„Íslenskur sjávarútvegur fer ekki varhluta af þessum fordæmalausu aðstæðum. Ljóst er að markaður með íslenskar sjávarafurðir fer hratt minnkandi og sums staðar er hann raunar hverfandi. Veitingastaðir, hótel, mötuneyti og fiskborð matvöruverslana loka stórum dráttum um víða veröld, auk þess sem staða birgja og dreifikerfa er víða í óvissu. Eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum í Evrópu og Bandaríkjunum er því sem næst engin, með tilheyrandi áhrifum á útflutning fisks frá Íslandi. Þá má vænta þess að hægja mun á eftirspurn eftir frystum afurðum auk þess sem verð fari lækkandi þegar fleiri framleiðendur frysti sínar afurðir. Jafnframt getur hvenær sem er komið til þess að fiskvinnslur og útgerðarfyrirtæki þurfi að loka vegna starfsfólks í sóttkví eða samkomubanns stjórnvalda. Það hefði í för með sér meiriháttar hrun í framboði íslensks sjávarfangs.“

Hagnaður sjávarútvegarins árið 2018 var alls 27 milljarðar króna.

Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja verið tæpir 93 milljarðar, en alls hefur sjávarútvegurinn greitt 65.6 milljarða í veiðigjöld á sama tíma.

Eigið fé sjávarútvegsins var í fyrra um 276 milljarðar en samanlagt hefur sjávarútvegurinn hagnast um 447 milljarða frá árinu 2008 til 2019, samkvæmt samantekt Deloitte.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fundur við ráðherra staðfesti áhyggjur starfsmanna

Fundur við ráðherra staðfesti áhyggjur starfsmanna