fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Sakar Bjarna um að þjóna hagsmunum ræstingafyrirtækis fjölskyldunnar – „Etja tekjulágu fólki út í að þrífa annarra manna heimili“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að fasteignaeigendur fái endurgreiddan virðisaukaskatt af ræstingaþjónustu fær óblíða meðferð hjá Jóhanni Páli Jóhannssyni, blaðamanni á Stundinni. Sakar Jóhann Páll fjármálaráðherra um að ganga erinda fyrirtækis í eigu ættingja sinna, fyrirtækis í stjórn hvers Bjarni hefur sjálfur setið.

Virðist Jóhanni Páli þessi áform þjóna hagsmunum eignafólks sem geti fengið fátækt fólk til að þrífa híbýli sín með lægri tilkostnaði en áður. Færsla blaðamannsins um þetta á Facebook hefur vakið athygli. Jóhann Páll segir þar:

Það bólar enn ekkert á lagabreytingum eða stjórnvaldsaðgerðum til að tryggja afkomuöryggi launafólks sem er í viðkvæmri stöðu eða sérstakri áhættu, t.d. vegna undirliggjandi sjúkdóma, en hefur ekki verið skyldað í sóttkví af heilbrigðisyfirvöldum. Þannig virðist gert ráð fyrir að þessi hópur mæti áfram til vinnu eða tefli atvinnuöryggi sínu í tvísýnu. Hins vegar er strax komin fram tillaga frá Bjarna Benediktssyni um að fasteignaeigendur fái endurgreiddan allan virðisaukaskatt næstu vikna af kaupum á ræstingaþjónustu og heimilisaðstoð (hér skal tekið fram að svona þjónusta sem er veitt vegna öldrunar, veikinda eða fötlunar er nú þegar undanþegin virðisaukaskatti, svo þetta er skattafsláttur til fyrirtækja og tekjuhárra heimila sem hafa efni á ræstingaþjónustu og húshjálp).

Jóhann Páll tætir í sig rökstuðninginn fyrir frumvarpinu, sem er sá að styðja við atvinnuþátttöku hjá tekjulágu fólki. Segir hann það vera undarlegt að etja tekjulágu fólki til að þrífa annarra manna heimili á meðan kórónufaraldurinn gengur yfir, og leggja sig þannig í hættu:

Í greinargerð frumvarpsins er aðgerðin rökstudd á þann veg að svona megi styðja við atvinnuþátttöku hjá tekjulægri hópum – og skattafslátturinn á að kikka strax inn, á tímum þegar sóttvarnaryfirvöld hvetja fólk til að halda sig heima. Spes að hvetja til atvinnuþátttöku og reyna að etja tekjulágu fólki út í að þrífa annarra manna heimili meðan heimsfaraldur gengur yfir Ísland. Ég veit alveg að faðir og föðurbróðir fjármálaráðherra eiga eitt stærsta ræstingafyrirtæki landsins og Bjarni hefur setið í stjórn þess og svoleiðis, en er ekki hægt að setja heildarhagsmuni í forgang a.m.k. svona rétt á meðan reynt er að afstýra efnahagshruni?

Tilllöguna er að finna í bandormi Ríkisstjórnarinnar um sérstakar efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Í kafla 3.6 segir:

„Í 3. mgr. a-liðar er lagt til að á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 skuli endurgreiða eigendum eða leigjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis. Undir hugtakið heimilisaðstoð fellur öll þjónusta sem veitt er innan séreignar íbúðarhúsnæðis, svo sem ræsting og önnur þrif innan séreignar.“

Um markmið þessarar ívilnunar segir:

„Markmið endurgreiðslunnar er að koma enn frekar til móts við heimilin í landinu og verktaka vegna kórónuveirunnar með sértækum aðgerðum í þágu þeirra. Samkvæmt embætti landlæknis liggur jafnframt fyrir að almennt hreinlæti er ein mikilvægasta vörnin gegn smiti af kórónuveirunni. Stuðningur í formi endurgreiðslu virðisaukaskatts til einstaklinga og húsfélaga vegna kaupa á þjónustu í formi heimilisaðstoðar, ræstinga o.fl. getur þannig skipt máli í baráttunni við faraldurinn. Þá hefur ívilnunin einnig þau hliðaráhrif að draga svarta atvinnustarfsemi vegna veitingar þeirrar þjónustu sem um ræðir upp á yfirborðið og styðja enn frekar við atvinnuþátttöku, sérstaklega hjá tekjulægri hópum. Í Svíþjóð hefur verið farin sú leið frá árinu 2007 að veita tiltekinn skattafrádrátt til einstaklinga vegna heimilisaðstoðar (s. rot- och rutavdrag). Í frumvarpinu er lagt til að farin verði sú leið að eigendur og leigjendur íbúðarhúsnæðis geti óskað eftir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis á tímabilinu til ársloka 2020.“

Þjónusta af þessu tagi, ræstingar og önnur umhirða um fasteignir, er nú þegar undanþegin virðisaukaskatti fyrir eldri borgara og fatlaða. Með þessum breytingum nær undanþágan hins vegar yfir alla fasteignaeigendur. Gagnrýnisraddir segja að þetta sé undarleg tímasetning á slíkum ívilnunum, þar sem þær hvetja til meiri samgangs í miðjum kórónuveirufaraldri. BSRB hefur gert athugasemd við þetta í umsögn sinni um frumvarpið:

„BSRB styður þessa tillögu ekki enda er rökstuðningi ábótavant. Ekki eru færð rök fyrir því að skortur á fjárhagslegum hvata leiði til þess að hreinlæti á heimilum og í húsfélögum sé ábótavant. Þar að auki ríkir samkomubann um þessar mundir og hvatt er til þess að fólk haldi sig sem mest heima við. Þrif á heimilum annarra samræmast því vart tilmælum heilbrigðisyfirvalda. Þá eru rökin um að ákvæðið „dragi svarta atvinnustarfsemi vegna veitingar þeirrar þjónustu sem um ræðir upp á yfirborðið“ ákaflega veik enda er virðisaukaskattur aðeins hluti af þeim sköttum og gjöldum sem fylgja löglegri atvinnustarfsemi. Þá mótmælir bandalagið því að þessi leið sé farin til að „styðja enn frekar við atvinnuþátttöku, sérstaklega hjá tekjulægri hópum“. Sömu athugasemdir eiga við um þessa tillögu og tillöguna um framkvæmdir á heimilum hér að ofan.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum