fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Lúðvík kostaði Festi 33 milljónir í fyrra – „Sweet að vera kunnáttumaður á spena Samkeppniseftirlitsins, sem mjólkar svo einkageirann“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. mars 2020 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Bergvinsson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók alls 33 milljónir árið 2019 fyrir að fylgjast með að skilyrðum í sáttinni sem gerð var við Samkeppniseftirlitið þegar N1 keypti Festi, og fylgja henni eftir. Fréttablaðið greinir frá en þetta kemur fram í kynningu stjórnarformanns Festar, Margrétar Guðmundsdóttur, á aðalfundi félagsins á mánudag.

Samkeppniseftirlitið skipaði Lúðvík í kjölfar sáttarinnar við N1 um kaup þess á Festi árið 2018, sem óháðan kunnáttumann sem hafa ætti eftirlit með þeim skilyrðum sem fram komu í sáttinni, en heildarkostnaður Festar af störfum Lúðvíks fyrir síðari hluta ársins 2018 og allt árið í fyrra nam alls 41 milljón króna, en samkvæmt sáttinni lýkur störfum Lúðvíks ekki fyrr en sumarið 2023.

Lúðvík óskaði hinsvegar eftir leyfi til að afla sér utanaðkomandi sérfræðiaðstoðar vegna starfa sinna, þar sem hann skorti þekkingu á olíuviðskiptum. Féllst Samkeppniseftirlitið á það, en Festi kærði þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þar sem Lúðvík gæti vel sinnt sínu eftirliti án aðstoðar.

Þeirri kröfu var hinsvegar frestað og fékk Lúðvík þá aðstoð sem hann þurfti.

Pínu sweet

Sjálfstæðismaðurinn og fjölmiðlamaðurinn Björgvin Guðmundsson, einn eiganda almannatengslafyrirtækisins KOM, baunar á Lúðvík á Twitter vegna fréttarinnar:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus