fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Eyjan

Vilhjálmur setur fram svarta spá og blöskrar „dekrið“ við fjármálakerfið – „Ekki nokkurn vilja að finna hjá stjórnvöldum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 14:40

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má vera að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af verðbólguskoti, en ég er sannfærður um á íslensk heimili mörg hver hafi áhyggjur af því að hér komi verðbólguskot m.a. vegna falls krónunnar, framboðsskorts á ýmsum erlendum vörum sem og að neyslugrunnur vísitölunnar er ómarktækur,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um viðbrögð stjórnvalda vegna Covid-19.

Spáir gríðarlegri hækkun

Hann setur fram svarta spá fyrir heimilin í landinu:

„Ég ætla að spá því að höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána muni hækka á næstu þremur mánuðum frá 25 milljörðum um allt að 50 milljarða.“

Vilhjálmur segir að meira þurfi að gera til að verja heimilin, sem skilja eigi eftir aftur, líkt og gert var í hruninu:

„Stjórnvöld hafa sagt við ætlum að gera meira en minna við að verja störf, heimili og fyrirtæki en það er ljóst að enn og aftur á að skilja heimilin eftir. Ef stjórnvöld óttast ekki verðbólguskot þá á þeim að vera í lófalagið að setja tímabundið þak á neysluvísitöluna til að verja heimilin en því miður er ekki nokkurn vilja að finna hjá stjórnvöldum né Samtökum atvinnulífsins við að verja heimilin fyrir tug milljarða hækkun á höfuðstól verðtryggðalána. Það blasir við að dekur stjórnvalda við fjármálakerfið heldur áfram á kostnað heimilanna eins og gert var í bankahruninu.“

Tekið skal fram að stjórnvöld hafa gefið út að staðan verði tekin dag frá degi og hafa ekki útilokað neinar aðgerðir ennþá í þá veru sem Vilhjálmur nefnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarnheiði ofbýður og kemur Bláa lóninu til varnar – „Ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka“

Bjarnheiði ofbýður og kemur Bláa lóninu til varnar – „Ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“