Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Seðlabankinn hefur kaup á ríkisskuldabréfum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 08:43

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans:

„Horfur eru á að útbreiðsla COVID-19, aðgerðir til að hefta sjúkdóminn og efnahagslegar afleiðingar hans muni kalla á verulega aukningu útgjalda ríkissjóðs. Útlit er því fyrir að afkoma ríkissjóðs versni í ár og að hann þurfi að afla sér töluverðs lánsfjár með útgáfu ríkisbréfa. Að öðru óbreyttu dregur það lausafé úr umferð og þrýstir upp ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem truflar eðlilega miðlun peningastefnunnar á sama tíma og aðgerðir Seðlabanka Íslands miða að því að létta á fjármálalegum skilyrðum heimila og fyrirtækja.

Peningastefnunefnd mun gera það sem þarf til að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Nefndin ákvað því á aukafundi í gær að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er stærðfræðiformúlan sem yfirvöld notast við í sóttvarnaraðgerðum sínum

Þetta er stærðfræðiformúlan sem yfirvöld notast við í sóttvarnaraðgerðum sínum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann kallar Ásgeir vindhana – „Bíður kvíðafullur eftir að heyra hvað Ásgeir segir næst“

Jóhann kallar Ásgeir vindhana – „Bíður kvíðafullur eftir að heyra hvað Ásgeir segir næst“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

ASÍ: „Með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum“

ASÍ: „Með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum“