fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór fordæmir dónaskapinn – Íslendingar hrauna yfir fólkið sem heldur samfélaginu gangandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 12:02

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nokkuð hefur borið á því að starfsfólki verslana sé sýndur dónaskapur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í færslu á Facebook hvar hann hvetur til kurteisi í samskiptum kúnna við starfsfólk verslana. Hann segir stutt í pirringinn á tímum Covid-19, en gæta þurfi að almennri kurteisi:

„VR hefur borist töluvert af kvörtunum þess efnis. Það er mikilvægt að fólk hafi í huga að allir eru að gera sitt besta í að halda samfélaginu gangandi. Við erum að sjálfsögðu áhyggjufull yfir ástandinu og óvissunni. Það skilar sér í þreytu og streitu og sjálfsagt getur verið stutt í pirring. En við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum láta það bitna á framlínufólki í verslunum sem leggur heilsu sína undir í að sjá okkur fyrir nauðsynjavörum og annarri þjónustu sem við teljum sjálfsagða á tímum sem þessum. Starfsfólk í verslun er í hópi þeirra sem halda samfélaginu gangandi.“

Ragnar Þór hvetur fólk til að koma vel fram við hvert annað

„Stöndum saman í gegnum þetta og verum dugleg að hrósa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn