fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Persónuvernd svarar Kára – Víst unnið um helgina

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Persónuvernd vinnur ekki um helgar þótt ekki bara Róm heldur allar borgir heimsins brenni,“

skrifaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) í grein á Vísi um helgina og sakaði Persónuvernd um glæpsamlegt athæfi fyrir að sinna ekki erindi sínu fyrr en eftir helgi:

„Með þessari afstöðu sinni er Persónuvernd að fremja glæp. Fólk er að veikjast, fólk er að deyja, heimur að hrynja og Persónuvernd segir: Við afgreiðum þetta eftir helgi,“

sagði Kári.

Sjá nánar: Kári segir Persónuvernd fremja glæpi:„Fólk er að deyja, heimur að hrynja“

Erindið sem um ræðir var að ganga úr skugga um að skimunin sem ÍE gerði vegna Covid-19 hefði verið í samræmi við persónuverndarlög, en ÍE bauðst að birta niðurstöðurnar í virtu vísindariti, þar sem ferlinu við ritrýni greinarinnar var flýtt sérstaklega til þess að koma hinum mikilvægu upplýsingum á framfæri. Sagði Kári að um líf og dauða væri að tefla, og gagnrýndi Persónuvernd fyrir að geta ekki svarað erindinu fyrr en eftir helgina.

Unnið alla helgina

Morgunblaðið hafði í gærkvöldi eftir Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar að starfsmenn hennar hefðu unnið alla helgina í erindi Kára. Erindið hefði borist um hádegið á föstudag og í ljósi aðstæðna hefði því verið brugðið á það ráð að vinna yfir helgina. Ekki bara vegna erindi Kára, heldur einnig vegna erinda frá almannavörnum og sóttvarnarlækni.

Sá Persónuvernd sig einnig knúna til að senda út tilkynningu vegna greinar Kára, á laugardag, þar sem erindið var sagt í afgreiðslu.

Niðurstöðu er að vænta í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn