fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Eyjan

Liv ráðin forstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 13:09

Liv Bergþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni og tekur við starfinu um næstu mánaðarmót samkvæmt tilkynningu. Liv var áður forstjóri Nova og sat í fjölda stjórna, þar á meðal flugfélagsins WOW.

Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem óskaði eftir að láta af störfum í febrúar.

Liv leiddi uppbyggingu fjarskiptafyrirtækisins Nova frá stofnun þess árið 2006 fram á mitt ár 2018. Fyrir þann tíma var hún meðal annars framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone og Tals. Undanfarin ár hefur Liv jafnframt setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Liv er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið AMP námi við IESE Barcelona Business School,

segir í tilkynningu.

Orf Líftækni sérhæfir sig á sviði plöntulíftækni og framleiðir prótein sem notuð eru í Bioeffect húðvörur, auk þess að vinna að rannsóknum og þróunarverkefnum, en um 70 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni