fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Eyjan

Bjarni segir áhrif Covid-19 verða svipuð og bankahrunsins 2008 – „Þetta er rétt að byrja“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 10:30

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála – og efnahagsráðherra, sagði við RÚV í morgun að nú þegar sé ljóst að efnahagsleg áhrif Covid-19 sjúkdómsins verði svipað mikil og efnahagshrunsins árið 2008, samdráttur í landsframleiðslu verði 6-7 prósent og halli ríkissjóðs verði minnst hundrað milljarðar.

„Ég hef séð sviðsmyndir þar sem við getum slegið út í meðalatvinnuleysi upp á átta prósent. En aðgerðarpakkanum er ætlað að draga úr því. Við höfum ekki mátað sviðsmyndir við aðgerðarpakkann. Við erum í dálítið mikilli þoku í augnablikinu og bíðum eftir að sjá til dæmis allt sem varðar samskipti við skattinn, sem innheimtir opinber gjöld. Hvernig menn bregðast við því útspili sem við vorum með núna. Það er ekki gott heldur að segja hvenær við finnum botninn. Ég held að það sé lang best að vera hreinskilinn með það að við erum á leiðinni inn í krísuna. Þetta er rétt að byrja. Áhrifin af því að það koma ekki ferðamenn smitast víða um samfélagið og birtast ekki síður í apríl og maí og áfram inn í sumarið. Það er langur tími þangað til við finnum botninn.“

Bjarni var gestur í morgunþætti RÚV í morgun, áður en Icelandair tilkynnti um uppsagnir sínar. Hann sagði þá að ríkið hefði skyldur til að stíga inn í atburðarrásina ef röskun yrði á vöruflutningum til Íslands, en sagði Icelandair eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins:

„Enn sem komið er er fyrirtækið að vinna með sínar eigin áætlanir og byggja á sinni sterku lausafjárstöðu, en ég hef heyrt það frá stjórnendum félagsins að þeir þurfa að vera í stöðugu endurmati á sinni stöðu vegna þess að það eru að birtast aðgerðir einstakra þjóðríkja. Bandaríkin eru að grípa til ráðstafana sem ekki var hægt að sjá fyrir fyrir þremur vikum síðan, Það sama hefur verið að gerast í Evrópu. Nú síðast á Schengen-svæðinu. Þannig að það er hægt að segja að þetta sé gott dæmi um fyrirtæki sem þarf að endurmeta stöðuna oft á dag. Ég er sammála því að þetta er eitt mikilvægasta ef ekki mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Guðmundur Franklín virðist ekki eiga möguleika

Guðmundur Franklín virðist ekki eiga möguleika
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur svarar Jóni Þór – „Hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur“

Guðmundur svarar Jóni Þór – „Hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

 „Ætla ekki að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins“

 „Ætla ekki að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefnir Viðskiptablaðinu fyrir meiðyrði og krefst þriggja milljóna

Stefnir Viðskiptablaðinu fyrir meiðyrði og krefst þriggja milljóna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gæti hæglega sprengt ríkisstjórnina

Gæti hæglega sprengt ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að fyrirtæki tengd Bjarna og Guðlaugi fái hundruð milljóna frá ríkinu fyrir að reka fólk

Segir að fyrirtæki tengd Bjarna og Guðlaugi fái hundruð milljóna frá ríkinu fyrir að reka fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Franklín segist ætla að lækka laun forseta um helming

Guðmundur Franklín segist ætla að lækka laun forseta um helming
Eyjan
Fyrir 1 viku

Býst ekki við mikilli hörku í kosningabaráttunni

Býst ekki við mikilli hörku í kosningabaráttunni