fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Eyjan

Gunnar Smári ætlar ekki á þing – „Ég er bestur í að byggja upp baráttuna“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 11:00

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram á lista flokksins í næstkomandi Alþingiskosningum, en flokkurinn hefur gefið það út að hann hyggist stefna að framboði.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.

„Ég hef sjálfur engin áform um að fara á þing. Ég sé mig ekki fyrir mér í ræðustól Alþingis að tala um fundarstjórn forseta. Ég er bestur í að byggja upp baráttuna og halda utan um hana, ekkert ósvipað og ég byggði upp blöð á sínum tíma,“

segir Gunnar Smári. Hann segir það ekki lokamarkmiðið að koma flokknum á þing:

„Mikilvægasta verkefnið er að byggja upp virka stjórnmálaþátttöku almennings og fylkja ólíkum hópum saman til baráttu gegn þeim sem hafa rænt almenning völdum sínum og lífsafkomu. Það er verkefnið, framboð til þings er aðeins hluti af þessari baráttu, alls ekki lokamarkmið. Lokamarkmið er að alþýðan taki völdin sem tilheyra henni, taki þau af auðvaldinu, og sendisveinum þess, og móti samfélag að eigin hagsmunum og væntingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“