fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Covid-19: Um 50 þúsund Íslendingar þurfa bætur samkvæmt svörtustu spám – Kostnaðurinn um 32 milljarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 13:00

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa og atvinnuleysistryggingar, var samþykkt í síðustu viku. Með því er ætlunin að koma til móts við atvinnurekendur og launafólk í ljósi efnahagsaðstæðna af völdum kórónaveirufaraldursins og forðast uppsagnir í lengstu lög.

Mun ríkið því greiða milli 25 og 75 prósent launa fólks, gegn ákveðnum skilyrðum. Hámark á heildartekjum er til dæmis 700 þúsund.

Mikill kostnaður

Kjarninn greinir frá því í fréttaskýringu í dag að samkvæmt kostnaðarmati á frumvarpinu, sé í versta falli gert ráð fyrir því að aðgerðirnar muni kosta ríkissjóð tæpa um 32 milljarða frá 15. mars til 31. maí.

Áður hafði Ásmundur sagt að kostnaðurinn yrði á bilinu 12-20 milljarðar, en þar studdist Ásmundur við bjartsýnni spár sem gerðu ráð fyrir að 20-30 þúsund manns nýttu sér úrræðið.

Samkvæmt svörtustu spám er gert ráð fyrir að 50 þúsund manns fari fram á greiðslu hluta launa sinna úr Atvinnuleysistryggingasjóði, sem er um fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi, en alls eru um 195 þúsund manns á vinnumarkaði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rúmlega níu þúsund eru á atvinnuleysisskrá, en atvinnuleysi í febrúar mældist um fimmprósent.

Af þessum 50 þúsund manns sem gætu nýtt sér úrræðið er gert ráð fyrir:

  • Að helmingurinn, 25 þúsund manns, fari fram á greiðslur fyrir 25% starfshlutfall
  • Að 30% þeirra fari fram á greiðslur fyrir hálft starfshlutfall
  • Að fimmtungur fari fram á greiðslur fyrir 75% starfshlutfall

Er kostnaðurinn talinn nema tæpum 13 milljörðum á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn